Reykur stígur upp frá flugvellinum. Mynd:Planet Labs
Úkraínski herinn grandaði að minnsta kosti þremur rússneskum herþyrlum á alþjóðaflugvellinum í Kherson. Þetta sést á nýjum gervihnattarmyndum. Á myndunum sést svartur reykur stíga upp frá flugvellinum og eldur loga í nokkrum þyrlum.
CNN segir að úkraínski herinn hafi aldrei fyrr grandað svo mörgum rússneskum þyrlum í einu í stríðinu.
Svona leit flugvöllurinn út fyrir árásina. Mynd:Maxar Technologies
Á myndunum sést einnig að ökutæki frá rússneska hernum hafa orðið fyrir skotum.
Eldar loga í þyrlunum. Mynd:Planet Labs
Mynd, sem var tekin úr dróna sem sveimaði nærri flugvellinum, sýna mikinn reykjarmökk stíga upp frá flugvellinum.