fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Edda lifði í stöðugum ótta í tæpan áratug – „Það sem ég vissi ekki var að hann tók upp kynferðisleg myndbönd af mér og geymdi þau“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 16. mars 2022 13:45

Edda Pétursdóttir. Skjáskot/Eigin Konur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Pétursdóttir segir að hún hafi lifað í stöðugum ótta í tæpan áratug við að fyrrverandi kærasti hennar myndi standa við hótanir sínar um að birta af henni nektarmyndbönd. Hún segir hann hafa tekið myndböndin án hennar leyfis og vitundar og hótað að birta þau ef hún myndi ekki verða við óskum hans. Edda segir frá þessu í nýjasta hlaðvarpsþætti Eigin Konur sem birtist á Stundinni fyrr í dag.

Edda var í sambandi með manninum frá 2009 til 2012. Hún var þá ný orðin tvítug en hann ellefu árum eldri og þekktur á Íslandi. Hún segir hann hafa beitt sig andlegu ofbeldi á meðan sambandinu stóð og hann hafi stöðugt verið að saka hana um að hafa haldið framhjá sér. Edda segir það hefði ekki átt við nein rök að styðjast en ástandið hafi aðeins versnað og undir lok sambandsins lýsir hún hegðun hans sem þráhyggjukenndri.

Tók upp myndbönd og geymdi þau

Þau bjuggu í sitthvoru landinu um tíma þegar þau voru saman. „Við vorum í fjarsambandi og gerðum ýmislegt á Skype. Það sem ég vissi ekki var að hann tók upp kynferðisleg myndbönd af mér og geymdi þau,“ segir hún.

Eftir að þau hættu saman byrjaði maðurinn að saka hana oftar um að hafa haldið framhjá sér og hótaði að ef hún myndi ekki viðurkenna það þá ætlaði hann að dreifa myndböndunum af henni.

Edda lýsir hegðun hans eftir sambandsslitin og segir að þá hafi ofbeldið aukist. „Þá skapaðist einhvers konar umsátursástand,“ segir hún og bætir við að hann hefði sent henni tölvupóst oft í viku þar sem hann sakaði hana um svik og „fór fram á að ég kæmi heiðarlega fram við sig.“

Með tímanum fækkaði tölvupóstunum en yfir tæpt ár eftir sambandsslitin sendi hann henni tæplega áttatíu tölvupósta og fjölmörg smáskilaboð. „Í flestum voru einhvers konar hótanir og svo sagði hann ógeðslega hluti um mig,“ segir hún.

Stundin birtir nokkur skilaboð frá manninum til Eddu. Í einu þeirra segir hann meðal annars:

„Þvert á móti mun hatrið mitt magnast svo að það getur aldrei endað öðruvísi en að koma þér virkilega illa.“

Hann á að hafa sagst vera með myndbönd af henni á USB-lykli og hótað að skilja lykillinn eftir á fjölförnum stað.

Reyndi að leita til lögreglu

Edda reyndi að leita til lögreglu vegna málsins undir lok árs 2012 og segist vera afar ósátt við viðbrögðin sem hún fékk. Hún segir að henni hafi fundist lögreglan ekki hafa sýnt málinu neinn sérstakan áhuga. „Skilaboð lögreglunnar voru skýr: Það væri best að setja þetta ekki inn í lögreglukerfið því maðurinn gæti þá séð það og það væri ekki gott fyrir mig. Svo lét lögreglumaðurinn mig hafa símanúmerið sitt og kvaddi mig,“ segir hún.

Eftir að hafa leitað til Bjarkarhlíðar í fyrra fékk hún að vita að þetta væri ekki rétt, að það væri hægt að skrá mál án þess að meintur gerandi fái að vita það.

#MeToo-bylgjan sparkið sem hún þurfti

Edda segir að hún finni ekki eins mikið fyrir óttanum í dag en hann hafi verið mjög fyrirferðamikill í lífi hennar í mörg ár.

„Það þurfti heila #Metoo-bylgju til að ég leitaði mér aðstoðar, hún var sparkið sem ég þurfti. Ég er ekki eins hrædd núna. Það er svo gott að finna að fólk trúir mér. Ég var svo hrædd við að segja frá því að á sínum tíma var gert lítið úr þessu og hann þar að auki frekar þekktur maður,“ segir hún.

„Ég ákvað að stíga fram núna ef það er einhver möguleiki á að ég geti hjálpað, þó það sé ekki nema einni konu.“

Þáttinn má horfa á vef Stundarinnar eða með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel
Fréttir
Í gær

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“
Fréttir
Í gær

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi