fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. mars 2022 09:18

Mynd-mjodd.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu geta keypt lítið magn af lyfinu Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. Þessi breyting mun létta álagi af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en læknar heilsugæslunnar hafa ávísað lyfinu til að slá á hósta, sem er eitt einkenna Covid-19.

Til að hægt verði að kaupa lyfið í lausasölu þarf að framvísa staðfestingu á Covid-19 smiti úr Heilsuveru og má staðfestingin ekki vera eldri en mánaðargömul þann dag sem lyfið er keypt. Ef lyfið er keypt af öðrum en sjúklingi þarf skjáskot eða útprentun úr Heilsuveru, auk umboðs til að sækja lyf fyrir viðkomandi sjúkling. Hægt verður að kaupa lyfið í lausasölu til 18. apríl næstkomandi.

Til að koma í veg fyrir misnotkun verður einungis hægt að kaupa 10 stykki og munu lyfjafræðingar skrá hverja lyfjaávísun þannig að hún verði aðgengileg eftirlitsaðilum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Í gær

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys á Þingvallavegi

Banaslys á Þingvallavegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“