fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Birtir lista yfir 20 vonarstjörnur í íslensku viðskiptalífi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. mars 2022 18:56

Sigríður Theodóra Pétursdóttir og Ásbjörn Sigurjónsson eru á listanum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góð samskipti, ráðgjafafyrirtæki almannatengilsins Andrésar Jónssonar, hefur birt lista yfir tuttugu vonarstjörnur í íslensku viðskiptalífi. Fyrr í dag birti Andrés lista yfir fjörutíu efnilega stjórnendur sem eru 40 ára og yngri, eða 40/40 listann svokallaða, en þetta var í þriðja sinn sem fyrirtækið tekur saman slíkan lista.

Sjá einnig: Fjörutíu efnilegir stjórnendur sem eru 40 ára og yngri – Listinn

Á listanum um vonarstjörnurnar, sem birtist á Medium-síðu Góðra samskipta, kemur fram að frumkvöðlar og stjórnendur eigin fyrirtækja séu undanskildir. „Allt fólk sem miklar væntingar eru bundnar við á næstu árum og hefur vakið athygli fyrir hæfileika og metnað,“ skrifar Andrés.

Andrés Jónsson almannatengill hjá Góðum samskiptum.

Meðal þeirra sem eru á listanum eru:

Ásbjörn Sigurjónsson (31), verkefnastjóri hjá Marel

Brynja Ragnarsdóttir (37), forstöðumaður upplifunar viðskiptavina hjá Orkuveitu Reykjavíkur

Helena Sævarsdóttir (28), deildarstjóri lyfjaframleiðslu hjá Alvotech

Sigríður Theodóra Pétursdóttir (36), framkvæmdastjóri Brandenburg.

 

Hér er hægt að kynna sér lista Góðra Samskipta um vonarstjörnurnar í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum