fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Bílþjófur í vímu velti bifreiðinni – Handtökur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. mars 2022 05:24

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tólfta tímanum var tilkynnt um stolna bifreið á ferðinni á sunnanverðu varðsvæði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnandi ók á eftir bifreiðinni. Að lokum valt stolna bifreiðin. Ökumaðurinn/bílþjófurinn meiddist ekki en er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.

Þrír voru handteknir síðdegis í gær og nótt vegna ýmissa brota. Einn var ölvaður og hafði ráðist á fólk og haft í hótunum. Annar áreitti gangandi vegfarendur. Hann vildi ekki veita umbeðnar persónuupplýsingar þegar lögreglan krafði hann um þær og var því handtekinn. Hann streittist á móti við handtökuna. Sá þriðji var handtekinn eftir að hann brást ókvæða við afskiptum lögreglu en tilkynnt hafði verið um aðfinnsluverða hegðun hans.  Allir þrír eru nú í fangageymslu.

Síðdegis í gær hafði lögreglan afskipti af manni í Vesturbænum. Hann var í annarlegu ástandi og var með meint fíkniefni meðferðis.

Einn ökumaður var handtekinn í nótt grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök