Þrír voru handteknir síðdegis í gær og nótt vegna ýmissa brota. Einn var ölvaður og hafði ráðist á fólk og haft í hótunum. Annar áreitti gangandi vegfarendur. Hann vildi ekki veita umbeðnar persónuupplýsingar þegar lögreglan krafði hann um þær og var því handtekinn. Hann streittist á móti við handtökuna. Sá þriðji var handtekinn eftir að hann brást ókvæða við afskiptum lögreglu en tilkynnt hafði verið um aðfinnsluverða hegðun hans. Allir þrír eru nú í fangageymslu.
Síðdegis í gær hafði lögreglan afskipti af manni í Vesturbænum. Hann var í annarlegu ástandi og var með meint fíkniefni meðferðis.
Einn ökumaður var handtekinn í nótt grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna