fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Telja að Kínverjar ætli að aðstoða Rússa vegna stríðsins í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. mars 2022 07:58

Pútín og Xi Jinping. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir embættismenn óttast að Kínverjar hafi nú þegar ákveðið að veita Rússum efnahagslegan stuðning vegna innrásar þeirra í Úkraínu og séu að íhuga að senda þeim hernaðartól á borð við dróna.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að í gær hafi Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, fundað  í Róm í sjö klukkustundir með Yang Jiechi, kínverska þjóðaröryggisráðgjafanum, um málið. Sullivan benti honum á að Rússar hafi ekki lagt mikið á sig til að leysa málið eftir diplómatískum leiðum áður en þeir réðust inn í Úkraínu, þeir hafi aðeins tekið þátt í sýndarviðræðum og að rússneski herinn sýni þess merki að hann sé ekki vel í stakk búinn til að standa í stríðsrekstri.

Bandaríska sendinefndin átti ekki von á að kínversku fulltrúarnir væru komnir til samningaviðræðna, heldur að þeir muni flytja skilaboð til valdhafa í Peking. Einn bandarískur embættismaður sagði að fundi loknum að hér hafi ekki verið um eiginlegan samningafund að ræða, heldur hafi verið skipst á skoðunum.

Þegar hann var spurður hvort fundurinn hefði skilað einhverjum árangri sagði hann að í því samhengi skipti líklega máli hvernig árangur er skilgreindur en það sé talið mikilvægt að halda samskiptalínum á milli Bandaríkjanna og Kína opnum, sérstaklega í málum þar sem ríkin greinir á.

Bandaríska sendinefndin yfirgaf fundinn svartsýn á að kínverska stjórnin muni hætta við að styðja Rússar í stríðinu. „Þeir hafa nú þegar ákveðið að veita efnahagslega og fjárhagslega aðstoð og lögðu áherslu á það í dag. Spurningin er í raun hvort þeir munu ganga lengra en það,“ sagði einn bandarísku embættismannanna.

Rússar eru sagðir hafa beðið Kínverja um vopnaða dróna og margar tegundir skotfæra. Þetta er þó ákveðnum vandkvæðum bundið að sögn bandarískra embættismanna því vopnakerfi ríkjanna eru ólík.

CNN sagði í gær að Rússar hefðu beðið Kínverja um matarpakka fyrir hermenn sína en það sýnir vel hversu mikinn vanda Rússar glíma við í birgðaflutningum til hersveita sinna.

Rússar hafa mikla þörf fyrir efnahagslega- og fjárhagslega aðstoð vegna þeirra hörðu refsiaðgerða sem Vesturlönd hafa beitt þá frá upphafi innrásarinnar. Hætt er við að til greiðslufalls ríkissjóðs komi á morgun þegar hann á að greiða af erlendum lánum.

Rússnesk yfirvöld hafa nær engan aðgang að gull- og gjaldeyrisforða sínum en eru með forða í kínverska gjaldmiðlinum yuan svo þau geta átt í viðskiptum við Kína.

Í bandaríska stjórnkerfinu ríkir svartsýni á að hægt verði að fá Kínverja ofan af því að styðja Rússa í stríðinu. Aðallega vegna þess að vinátta og samstarf ríkjanna er eitthvað sem Xi Jinping, Kínaforseti, leggur mikla áherslu á. The Guardian hefur eftir bandarískum embættismanni að neðar í kínverska stjórnkerfinu séu meiri efasemdir um þessa vináttu og samstarf.  Xi og Pútín eigi sér þann sameiginlega draum að binda enda á yfirburði Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu.

Ef Kínverjar styðja Rússa í stríðinu í Úkraínu og  deilunum við Vesturlönd er næsta skref Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og ríkisstjórnar hans að beina sjónum sínum að bandalagsríkjum Bandaríkjanna í Evrópu og fá þau til að endurskoða samband sitt við Kínverja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki