fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Sólveig Anna segir Agnieszku hafa komið í gegn lögfræðiúttekt á heimasíðugerð Andra – „Hún getur ekki virt grundvallarreglur lýðræðisins og viðurkennt tap“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. mars 2022 19:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar og Viðar Þorkelsson, fyrrum framkvæmdastjóri verkalýðsfélagsins, greina frá því í færslum á Facebook-síðum sínum að fráfarandi formaður Eflingar, Agnieszka Ewa Ziólkowska, hafi ásamt stjórn félagsins samþykkt að framkvæmd verði sérstök lögfræðiúttekt á kostnaðinum við vinnu vefstofunnar Sigurs og Andra Sigurðssonar við hin ýmsu miðlamál Eflingar og hönnun á nýrri þrítyngdri vefsíðu félagsins.

Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum fékk Andri, sem er samherji Sólveigar Önnu í pólitík á vettvangi Sósíalistaflokksins, yfir 20 milljónir króna á þriggja ára tímabili fyrir vinnu sína á þeim tíma sem Sólveig Anna og Viðar fóru með völd í félaginu.

Sjá einnig: Sósíalistinn Andri sem berst gegn spillingu fékk yfir 20 milljónir fyrir að hanna vefsíðu Eflingar

Skömmu síðar fullyrti Viðar að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte, sem fer með endurskoðun ársreikninga Eflingar, hafi ekki gert neinar athugasemdir um kaupin á vinnuni við gerð vefsíðunnar og vísaði öllum dylgjum á bug.

Sitjandi stjórn Eflingar virðist þó ætla að taka málið lengra og fara bæði Sólveig Anna og Viðar hörðum orðum um ákvörðunina.

Sólveig Anna hefur ekki enn tekið við stjórnartaumum í félaginu þrátt fyrir að um mánuður sé liðinn frá afgerandi sigri lista hennar í formanns- og stjórnarkjöri Eflingar. Sólveiga Anna segir að í dag hafi átt í síðasta lagi, samkvæmt niðurstöðu trúnaðarráðs Eflingar, að halda aðalfund til að nýkjörin forysta gæti tekið við stjórn félagsins.

Þá niðurstöðu hafi hinsvegar Agnieszka og stjórnin virt að vettugi og þess í stað haldið aukastjórnarfund til þess að samþykkja áðurnefnda lögfræðiúttekt.

Agnieszka Ewa Zi­ól­kowska. Mynd/Sigtryggur Ari

Hegði sér með frámunalega skammarlegum hætti

„Hún getur ekki virt niðurstöður kosninga félagsfólks um það hver eigi að stýra félaginu, hún getur ekki sætt sig við að hún og hennar fólk hafi tapað. Hún getur ekki virt grundvallarreglur lýðræðisins og viðurkennt tap; nei, þess í stað neitar hún að víkja úr formannsstól og notar síðustu vikurnar sem hún hefur gefið sjálfri sér við völd til að halda áfram að reyna að ata mig og samstarfsfólk mitt aur,“ skrifar Sólveig Anna.

Hún segist ekki undrast atburðarrásina en sé miður sín yfir þessu ástandi sem hún segir hörmulegt.

„Ég er miður mín yfir því að manneskju sem er alveg sama um venjur og hefðir félagsins, alveg sama um niðurstöður kosninga, alveg sama um allt nema að næra eigin hefnigirni hafi umboðslaus öll þau völd sem formaður sannarlega hefur og kjósi að beita þeim með svo frámunalega skammarlegum hætti,“ skrifar Sólveig Anna.

Liður í áframhaldandi árásum

Viðar Þorsteinsson hafði áður ritað pistil þar sem hann sagði ákvörðun stjórnarinnar vera lið í áframhaldandi árásum á sig.

„Í dag samþykkti formaðurinn ásamt stjórn Eflingar að félagið láti lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt á kostnað félagsins þar sem enn verði reynt að grafa upp eitthvað sem gagnast gæti í árásum hennar á mig. Spái ég því að persónulegur lögmaður Agnieszku, Vilhjálmur Vilhjálmsson, verði fenginn til verksins,“ skrifaði Viðar og kvaðst svartsýnn á vinnubrögðin.
„Að venju þá reikna ég með að ekkert samband verði haft við mig, mér ekki tilkynnt að ég sé undir rannsókn eða gefið færi á að tjá mig eða veita svör og útskýringar. Agnieszka eða aðrir stjórnarmenn munu ekki sjálf standa fyrir máli sínu um eitt eða neitt, heldur munu þau eins og vanalega leka gögnunum í fjölmiðla og skýla sér bakvið nafnleysi. Þess verður svo auðvitað vandlega gætt að lýsa glæpum mínum með mátulega óljósu orðalagi. Best er að gera það þannig til að nógu erfitt sé að bera nokkuð til baka.“

Færslur Sólveigar og Viðars

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri