fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fréttir

Sérfræðingur segir ekki útilokað að til valdaráns komi í Kreml

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. mars 2022 05:10

Er þetta að springa í andlitið á Pútín? Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru tæpar þrjár vikur síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst. Mörg þúsund manns hafa látist og um þrjár milljónir Úkraínumanna hafa hrakist frá heimilum sínum. Andrei Soldatov, einn af fremstu rannsóknarblaðamönnum Rússlands, sagði í samtali við Channel 4 að „allt sé nú mögulegt“ þegar hann var spurður hvort til þess geti komið að Vladímír Pútín, forseta, verði steypt af stóli.

Soldatov var spurður hvort hugsast geti að liðsmenn leyniþjónustunnar FSB, sem Pútín stýrði eitt sinn, muni ræna völdum. Hann sagði það ekki útilokað og benti á að í síðustu viku lét Pútín setja yfirmann FSB í stofufangelsi. Hann er að sögn ósáttur við þær upplýsingar sem FSB lagði á borðið fyrir innrásina en í þeim kom að sögn fram að Úkraínumenn myndu gefast fljótt upp og auðvelt yrði að vinna sigur á þeim. Annað hefur heldur betur komið á daginn.

Soldatov sagði að þrátt fyrir að ekki sé hægt að útiloka neitt þá verði að hafa í huga að Pútín hafi hlotið þjálfun hjá sovésku leyniþjónustunni KGB og sé vel meðvitaður um eigið öryggi. Hann sé ekki með eina öryggisþjónustu fyrir sjálfan sig heldur tvær. Hann muni því líklega fara varlega og sé undir það búinn að reynt verði að bola honum frá völdum.

Ummæli Soldatov eru ekki ólík ummælum Andrei Kozyrev, fyrrum ráðherra í Kreml, sem sagði nýlega í samtali við The Times að vaxandi líkur séu á að reynt verði að koma Pútín frá völdum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna