Þau segja einnig að tveimur rússneskum skriðdrekum hafi verið grandað í bardögunum og að margir rússneskir hermenn hafi neitað að hlýða fyrirmælum yfirmanna sinna.
Úkraínumenn hafa borgina á valdi sínu en ástandið þar er hörmulegt. Rússar hafa látið stórskotaliðshríð rigna yfir borgina og matar- og vatnsskortur er í henni auk skorts á lyfjum.