Systurnar Sigga, Beta og Elín sigruðu Söngvakeppnina á laugardaginn var með lagi Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur, Með hækkandi sól. Nú hafa niðurstöður kosningar í öllum keppnum verið birtar og af þeim sést að systurnar fengu um átta þúsund fleiri stig heldur en Reykjavíkurdætur sem voru í öðru sæti.
Niðurstaða fyrri símakosningar í úrslitum:
Niðurstaða dómnefndar í úrslitum:
Niðurstaða fyrri símakosningar ásamt niðurstöðu dómnefndar var því sú að Reykjavíkurdætur voru með 45.757 atkvæði og Sigga, Beta & Elín með 42.224 og fóru lögin tvö því áfram í einvígið.
Úrslit seinni símakosningar :
Heildarniðurstaðan var því sú að systurnar Sigga, Beta & Elín höfðu betur með alls 77.380 atkvæði og Reykjavíkurdætur lentu í öðru sæti með 69.227 atkvæði.
Alþjóðleg dómnefnd samanstóð af af 7 dómurum og af þeim settu 5 þeirra Reykjavíkurdætur í fyrsta sæti og 2 settu Siggu, Betu & Elínu.
_________
Reykjavíkurdætur unnu sannfærandi sigur í sínum undanúrslitum með 13.137 atkvæði, en næst kom Katla með 5.251 atkvæði.
Sama er að segja af systrunum sem hlutu 10.788 atkvæði í sínum undanúrslitum en næst á eftir þeim kom Stefán Óli með 7.017 atkvæði.
_________
Dómari 1
1. Sigga, Beta & Elín -Með hækkandi sól
2. Katla -Þaðan af
3. Stefán Óli -Ljósið
4. Reykjavíkurdætur -Tökum af stað
5. Amarosis -Don’t You Know
Dómari 2
1. Reykjavíkurdætur -Turn this around
2.Sigga, Beta & Elín -Með hækkandi sól
3.Amarosis -Don’t you know
4.Katla -Þaðan af
5.Stefán Óli -Ljósið
Dómari 3
1. Reykjavíkurdætur -Turn this around
2. Sigga, Beta & Elín -Með hækkandi sól
3. Stefán Óli -Ljósið
4. Katla -Þaðan af
5. Amarosis -Don’t you know
Dómari 4
1. Sigga, Beta & Elín -Með hækkandi sól
2.Katla -Þaðan af
3.Reykjavíkurdætur -Turn this around
4.Stefán Óli -Ljósið
5.Amarosis -Don’t you know
Dómari 5
1. Reykjavíkurdætur -Turn this around
2. Stefán Óli -Ljósið
3. Sigga, Beta & Elín -Með hækkandi sól
4. Amarosis -Don’t you know
5. Katla -Þaðan af
Dómari 6
1. Reykjavíkurdætur -Turn this around
2. Sigga, Beta & Elín -Með hækkandi Sól
3. Katla -Þaðan af
4. Amarosis -Don’t you know
5. Stefán Óli -Ljósið
Dómari 7
1. Reykjavíkurdætur -Turn this around
2. Katla -Þaðan af
3. Sigga, Beta & Elín -Með hækkandi sól
4. Stefán Óli -Ljósið
5. Amarosis -Don’t you know