fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Færsla Jóhanns gerði allt vitlaust hjá Sólveigu og hennar fólki – „Bein stríðsyfirlýsing“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 15. mars 2022 10:11

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, birti færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann segist vera gríðarlega ánægður með nýkjörna stjórn verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar.

„Það markar ákveðin tímamót að tveir af fjórum forsetum Alþýðusambands Íslands gegni nú trúnaðarstörfum fyrir jafnaðarmannaflokk Íslands og viðeigandi að þetta skuli gerast á 106 ára afmæli Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins,“ segir Jóhann.

Þessir tveir forsetar sem um ræðir eru þau Kristján Þórður Snæbjarnarson, 1. varaforseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, og Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar og 3. varaforseti ASÍ.

Þá voru einnig kjörin Agnieszka Ewa Ziółkowska, starfandi formaður Eflingar, Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Gylfi Þór Gíslason, fyrrverandi stjórnarmaður í Landssambandi lögreglumanna.

Undir lok færslunnar segir Jóhann að Samfylkingin útiloki ekki vegna átaka innan hreyfingarinnar. Hann tekur ekki fram um hvaða átök hann er að tala um en líklega er hann þó að vísa í átökin sem hafa átt sér stað innan Eflingar að undanförnu.

„Auðvitað tekur Samfylkingin reynslumiklu fólki úr verkalýðshreyfingunni fagnandi. Við drögum fólk ekki í dilka eða útilokum vegna átaka innan hreyfingarinnar – kemur ekki til greina. Hlakka til samstarfsins við nýja stjórn verkalýðsmálaráðs.“

Sólveig ósátt

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi og verðandi formaður Eflingar, er allt annað en ánægð með þessa færslu Jóhanns og þá sérstaklega síðustu orð hans um átökin innan hreyfingarinnar. „Þú flokkar semsagt viðbjóðslegan rógburð og grófa aðför að mannorði fólks í pólitískum tilgangi sem ekkert annað en „átök“?“ segir Sólveig í athugasemd við færsluna.

„Finnst þér í alvöru ekkert rangt við það að ráðist sé að heiðvirðu fólki sem hefur ekki gerst sekt um annan „glæp“ en að vinna umbeðna vinnu á meðan það jafnframt hefur „óæskilegar“ pólitískar skoðanir, líkt og Andri Sigurðsson hefur nú þurft að þola af hálfu þeirrar konu sem þú hrífst svo af?“

Umræddur Andri var mikið til umfjöllunar í byrjun mánaðarins í tengslum við umfjöllun vefsíðu Eflingar. Greint var frá því að Andri hafi fengið rúmlega 20 milljónir greiddar fyrir að hanna vefsíðuna en fjölmargir gagnrýndu það, bæði vegna upphæðarinnar en einnig þar sem Andri er félagi í Sósíalistaflokknum og hefur mikið barist gegn spillingu.

Sjá einnig: Sósíalistinn Andri sem berst gegn spillingu fékk yfir 20 milljónir fyrir að hanna vefsíðu Eflingar – Tók þrjú ár í verkið en kláraði það ekki

Sólveig veltir því þá fyrir sér hvers vegna Jóhann er ánægður með að fá Agnieszku til liðs við sig. „Af hverju ertu „gríðarlega ánægður“ með að fá manneskju til starfa í flokknum þínum sem hefur í besta falli sýnt algjörlega yfirgengilegt dómgreindarleysi og í versta falli algjörlega helsjúka valdníðslu á sínum skamma tíma í embætti?“ segir hún.

Ólga í athugasemdakerfinu

Sólveig er ekki sú eina sem tekur til máls í athugasemdakerfinu en fjölmargir stuðningsmenn hennar gera það einnig og hjóla í Jóhann vegna orða hans um átökin. Í einni athugasemdinni segir til að mynda að færsla Jóhanns sé „bein stríðsyfirlýsing“ á hendur „stærsta alvöru verkalýðsfélagi landsins“.

Einn meðlimur Sósíalistaflokksins veltir því þá fyrir sér hvers vegna Halldóra Sigríður var kjörin vegna þess sem hún sagði í kjölfar fréttaflutningsins um vefsíðu Eflingar. „Ef það er verið að brjóta lög er það mjög al­var­leg­ur hlut­ur,“ sagði Halldóra meðal annars um málið.

Sjá einnig: Sólveig segir Halldóru nota „viðbjóðslega aðferð“ – „Allt uppspuni og lygar“

„Var Halldóra ekki að úthúða Sólveigu Önnu og Víðari um að hygla Andra fyrir vefsíðugerð?“ spyr sósíalistinn í athugasemdinni sem um ræðir. „Og ekkert á rökum reist. Og mér sýnist þetta fólk hafa þræði til gömlu hirðar Ásmundar og Salek. Þetta er ekki progressive. En það ert þú hinsvegar á Alþingi.“

Jóhann svarar athugasemdinni frá sósíalistanum og segir að jú, Halldóra Sigríður hafi tjáð sig um vefsíðu-málið í fjölmiðlum. „Get samt alls ekki fallist á að þá verði Halldóra einhvern veginn geislavirk og persona non grata og að stjórnmálaflokkar eigi að halda henni utan grasrótarstarfs, hugnast alls ekki svoleiðis nálgun,“ segir hann svo. Þá segir Jóhann að hann gruni að Halldóra hafi ekki verið kosin vegna skoðunar hennar á Eflingu.

„Mig grunar reyndar að Halldóra hafi fengið góða kosningu vegna þess að hún er 3. varaforseti ASÍ og leiðtogi stórs stéttafélags frekar en vegna deilna um Eflingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri