fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Björn Leví segir lögreglustjórann á Vesturlandi úti á túni og segir talningarklúðursmálinu ekki lokið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. mars 2022 09:00

Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í norðvesturkjördæmi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóri á Vesturlandi, ákveðið að fella niður mál á hendur yfirkjörstjórn vegna talningarklúðursins í Borgarnesi í þingkosningunum síðasta haust. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að Gunnar sé úti á túni varðandi þessa ákvörðun og málinu sé ekki lokið.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Gunnari að hann telji það ekki vandræðalegt fyrir embætti hans að nú hafi verið fallið frá því að sækja Inga Tryggvason, formann yfirkjörstjórnar, og aðra í kjörstjórninni til saka fyrir dómi en meðlimir kjörstjórnarinnar neituðu að greiða sektarboð sem lögreglustjórinn hafði sent þeim. „Nei, ég sé ekki að þetta sé vandræðaleg niðurstaða, ekki samkvæmt gildandi löggjöf,“ sagði Gunnar og vildi ekki tjá sig frekar um málið.

Hvað varðar gildandi löggjöf þá á hann við að eftir klúðrið í Borgarnesi var gerð breyting á kosningalögum sem tók gildi í upphafi þessa árs. Telur Gunnar að samkvæmt nýju lögunum segi hvergi að kjörgögn skuli vera innsigluð og brot við því varði viðurlögum en þetta er ólíkt því sem eldri lög kváðu á um.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sat í undirbúningskjörbréfanefnd sem rannsakaði klúðrið í Borgarnesi. Hann telur að ákvörðun Gunnars sé kolröng. „Honum ber að dæma eftir gildandi lögum á þeim tíma sem brotið fór fram,“ er haft eftir Birni Leví sem segist næstum orðlaus vegna þessarar niðurstöðu lögreglustjórans og segir málinu hvergi nærri lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ragnar Erling varð fyrir skelfilegri árás á Kaffistofu Samhjálpar – Bensíni hellt yfir hann og hótað að kveikja í

Ragnar Erling varð fyrir skelfilegri árás á Kaffistofu Samhjálpar – Bensíni hellt yfir hann og hótað að kveikja í
Fréttir
Í gær

Barátta Jóns gegn tryggingafélagi eftir slys og aðgerð á Spáni – „Það er þessi lygi alltaf, þetta er náttúrlega galið“

Barátta Jóns gegn tryggingafélagi eftir slys og aðgerð á Spáni – „Það er þessi lygi alltaf, þetta er náttúrlega galið“