Þetta sagði Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, í nótt. „Ef þið lokið ekki lofthelginni okkar er aðeins tímaspursmál hvenær rússnesk flugskeyti lenda á ykkar svæði, NATO-svæði, á heimilum NATO-borgara,“ segir hann í myndbandsupptöku að sögn AFP.
Hann sendi þessa aðvörun frá sér eftir flugskeytaárás Rússa á úkraínska herstöð nærri Javoriv í Lviv-héraði í gær en herstöðin er um 25 km frá pólsku landamærunum. Tugir féllu í árásinni.