Emine Dzepphar, varautanríkisráðherra Úkraínu, skýrði frá þessu á Twitter og birti mynd af frímerkinu.
Myndefnið var valið í atkvæðagreiðslu. Það er sótt í atburð í upphafi stríðsins þar sem hópur úkraínskra hermanna á eyju vestan við Krím neitaði að gefast upp fyrir hermönnum á rússnesku herskipi og sagði þeim að fara til fjandans. Það eru einmitt skilaboðin á nýja frímerkinu.