Radio Free Europe skýrir frá þessu. Fram kemur að íbúar hafi lýst því hversu hryllilegt það er að sjá líkin sett um borð í járnbrautarlestir í Mazyr áður en ekið er með þau til Rússlands.
„Fjöldi líkanna var ótrúlegur. Fólki, sem var á Mazyr lestarstöðinni, var mjög brugðið vegna fjölda þeirra líka sem voru sett um borð í lestina,“ hefur Radio Free Europe eftir íbúa í Mazyr.
Einnig kemur fram að líkhús í Homel og Naroulia séu yfirfull af líkum rússneskra hermanna.
Læknum hefur verið hótað brottrekstri ef þeir tjá sig um fjölda særðra eða látinna rússneskra hermanna.
Úkraínumenn segja að rúmlega 12.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu en bandarísk yfirvöld telja töluna nær 6.000.