fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Ólétt kona og ófætt barn hennar látin eftir árásina á fæðingardeildina

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. mars 2022 11:27

Mynd/Evegniy Maloletka á Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski fjölmiðillinn Kyiv Independent greinir frá því að þunguð kona, sem var mynduð á sjúkrabörum í kjölfar sprengjuárásar Rússa á fæðingardeild í borginni Mariupol í Úkraínu, sé nú látin ásamt ófæddu barni hennar.

Skurðlæknirinn sem tók á móti konunni eftir árásina segir að lífbein hennar hafi verið brotið og hún hafi auk þess verið mjaðmabrotin. Reyndu læknar að koma barni hennar til bjarga með keisaraskurði en það reyndist ekki vera með lífsmarki. Eftir hálftíma endurlífgunartilraunir var konan úrskurðuð látin á laugardag.

Árásin átti sér stað þann 9. mars síðast liðinn og hefur verið fordæmt af úkraínskum stjórnvöldum, einkum forsetanum Volodimír Zelenskí.

Rússland hafði þó skýrt árásina með því að sjúkrahúsið hafi verið rýmt af sjúklingum áður en árásin hafi átt sér stað og notað sem hervígi úkraínska þjóðernissinna. Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, gekk enn lengra og hélt því fram að árásin á sjúkrahúsið hafi verið sviðsett.

Önnur ófrísk kona hafði verið mynduð í rústum spítalans eftir árásina. Blaðakonan Olga Tokariuk hefur þó greint frá því að sú kona, sem heitir Marianna, hafi lifað árásina af og degi síðar fætt í heiminn litla stúlku. Olga segir mæðgurnar við ágæta heilsu en þó séu aðstæður í Mariupol gífurlega ótryggar, enda ekkert vatn, ekkert rafmagn, mjög kalt og auk þess rigni sprengjum áfram yfir borgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi