Úkraínski fjölmiðillinn Kyiv Independent greinir frá því að þunguð kona, sem var mynduð á sjúkrabörum í kjölfar sprengjuárásar Rússa á fæðingardeild í borginni Mariupol í Úkraínu, sé nú látin ásamt ófæddu barni hennar.
Skurðlæknirinn sem tók á móti konunni eftir árásina segir að lífbein hennar hafi verið brotið og hún hafi auk þess verið mjaðmabrotin. Reyndu læknar að koma barni hennar til bjarga með keisaraskurði en það reyndist ekki vera með lífsmarki. Eftir hálftíma endurlífgunartilraunir var konan úrskurðuð látin á laugardag.
Árásin átti sér stað þann 9. mars síðast liðinn og hefur verið fordæmt af úkraínskum stjórnvöldum, einkum forsetanum Volodimír Zelenskí.
Rússland hafði þó skýrt árásina með því að sjúkrahúsið hafi verið rýmt af sjúklingum áður en árásin hafi átt sér stað og notað sem hervígi úkraínska þjóðernissinna. Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, gekk enn lengra og hélt því fram að árásin á sjúkrahúsið hafi verið sviðsett.
The pregnant woman in the photo has died, according to the Associated Press. Her unborn child has also died.
The woman was injured in the Russian attack on the maternity hospital in Mariupol on March 9.
Photo: Evgeniy Maloletka via Instagram. pic.twitter.com/n2v5I9k7DH
— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) March 14, 2022
Önnur ófrísk kona hafði verið mynduð í rústum spítalans eftir árásina. Blaðakonan Olga Tokariuk hefur þó greint frá því að sú kona, sem heitir Marianna, hafi lifað árásina af og degi síðar fætt í heiminn litla stúlku. Olga segir mæðgurnar við ágæta heilsu en þó séu aðstæður í Mariupol gífurlega ótryggar, enda ekkert vatn, ekkert rafmagn, mjög kalt og auk þess rigni sprengjum áfram yfir borgina.
I received an update from a relative of Marianna – a pregnant girl from Mariupol's bombed hospital. They were able to reach her on the phone briefly. Last night at 10pm, Marianna gave birth to a baby girl! They are ok, but it's very cold in Mariupol and the bombing doesn't stop pic.twitter.com/PSLxI6I0zZ
— Olga Tokariuk (@olgatokariuk) March 11, 2022