fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Hakkararnir hvetja Rússa til uppreisnar – „Pútín hefur boðið rússnesku þjóðina fram sem fórn“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. mars 2022 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Hakkarasamtökin Anonymous eru í stríði við forseta Rússlands, Vladímír Pútín í hinum stafræna heim. Frá því að innrás Rússlands í Úkraínu hófst hafa samtökin birt nokkur ávörp sem beint hefur verið til Pútíns, leiðtoga heimsins og nú til rússnesku þjóðarinnar þar sem kallað er eftir uppreisn gegn Pútín.

„Góðan daginn borgarar Rússlands. 

Við erum Anonymous. Þið eruð föst bakvið járntjald af áróðri og ríkisstjórn ykkar reynir að halda ykkur frá því að taka þátt í alþjóðlegri umræðu vegna þess að hún óttast hverju þið gætuð komist að. Mörg ykkar vitið jafnvel ekki raunverulega ástæðu fyrir stöðu bankanna og efnahagsvandann sem þið nú horfist í augu við. Við höfum heyrt að heimsfréttir hafi fengið lítið pláss í rússneskum fjölmiðlun undanfarið, þrátt fyrir að Rússland spili stórt hlutverk í heimskrísu.“

Anonymous segja að ríkisstjórn Pútíns sé sek um stríðsglæpi í Úkraínu og að innrásin hafi nú þegar komið af stað einni stærstu flóttamannakrísu heimsins og hafi nú þegar leitt til gífurlegs manntjóns. Anonymous benda rússnesku þjóðinni einnig á það að líklega hafi þeim verið sagt að Atlandshafsbandalagið Nató beri ábyrgð á innrásinni – og þó að NATÓ verði líklega kennt um mikið af því hernaðarlega ofbeldi sem hefur átt sér stað í heiminum undanfarna áratugi þá verði þeim ekki kennt um innrásina í Úkraínu.

„Hér er eitt af þessum sjaldgæfu tilfellum þar sen Nató starfar í raun og veru sem varnaðarbandalag. Saga Nató og staða þeirra í Evrópu réttlætir það ekki að Pútín hafi af fullum krafti hafið að sprengja og ráðist inn í fullvalda nágranna ríki. Óvinveittar aðgerðir Pútíns í Úkraínu hafa misboðið heiminum sem er ástæða þess að efnahagsþvinganir gegn Rússlandi hafa verið hertar. Þetta er sorglegur raunveruleiki því að efnahagsþvinganirnar skaða ekki Pútín, heldur venjulegt fólk eins og ykkur sem bera ekki ábyrgð á stríðinu. 

Skynsamlegt fólk í heiminum veit að ykkur verður ekki kennt um voðaverk leiðtoga ykkar. Þvert á móti þá höfum við séð að mörg ykkar hafa mótmælt stríðinu og sýnt mótþróa með ýmsum hætti síðasta áratuginn.“

Anonymous nefna sem dæmi að gífurlegur fjöldi Rússa hafa mótmælt aðgerðum ríkisstjórnar Pútíns undanfarinn áratug, þrátt fyrir að eiga yfir höfði sér fangelsisdóma eða háar sektir.

„Flestir í heiminum vilja frið. Eina fólkið sem vill stríð er það sem hefur völd og telur sig hafa eitthvað að græða á því. Önnur ríki í heiminum eru að herja efnahagslegt stríð gegn Rússlandi til að hindra það að Pútín takist ætlunarverk sitt í Úkraínu og staðan mun bara versna. 

Þetta er ömurlegt staða sem þið hafið verið sett í en það eina sem þið getið gert í stöðunni til að koma í veg fyrir efnahagshrun og mögulega heimsstyrjöld er að taka stöðu gegn stríðinu og ríkisstjórn Pútíns.“

Anonymous segja að besta leiðin til að ljúka innrásinni og koma aftur á frið í Evrópu sé uppreisn rússnesku þjóðarinnar gegn Pútín og segjast Anonymous vera tilbúnir að styðja Rússa í gegnum þá baráttu.

„Heimurinn vill ekki sjá ykkur þjást, en því miður eru ríkisstjórnir okkar að koma fram við okkur eins og peð í valdaleik sínum og Pútín hefur boðið rússnesku þjóðina fram sem fórn. 

Á þessum tímapunkti er friðsælasti möguleikinn til að ljúka þessu stríði að rússneska þjóðin rísi gegn Pútín og komi honum frá völdum. Við stöndum með ykkur og munum veita stafræna aðstoð í þeirri baráttu. 

Við erum Anonymous
Við erum hersveit. 
Við fyrirgefum ekki. 
Við gleymum ekki. 
Búist við okkur.“

Í öðru myndbandi sem Anonymous hafa birt er farið yfir nokkuð af þeim aðgerðum sem Anonymous hafa beint gegn Rússlandi undanfarnar vikur. Þar segja samtökin að þau muni ekki sitja hljóðlát þegar saklaust fólk er að tapa lífi sínu fyrir það eitt að verja heimaland sitt fyrir ólögmætri innrás valdasjúks einræðisherra.  Þar eru rússneskir hermenn jafnframt hvattir til að leggja niður vopn og yfirgefa Úkraínu. Anonymous gangast við því að aðferðir þeirra séu ekki fyllilega löglegar, en það séu þó fordæmi fyrir því að ríkisstjórnir á borð við Bandaríkin beiti upplýsingatækninni í hernaðarskyni. Eins er Rússum bent á hvernig þeir geti komist hjá ritskoðun Internetsins í Rússlandi með því að nota netvafrann Tor eða með VPN-tengingu þó að síðarnefndi möguleikinn sé víst ólöglegur nú í Rússlandi svo rússneskir notendur nýti hann á eigin ábyrgð.

„Við sem aktívistar munum ekki sitja aðgerðarlaus hjá á meðan rússnesk herlið drepa og myrða saklaust fólk sem er að verja heimaland sitt.“

Anonymous hafa ítrekað lýst yfir stuðningi við Úkraínu og greindu frá því í nótt að það hafi komið þeim töluvert á óvart þegar Úkraína þakkaði þeim stuðninginn í myndbandi þeirra þar sem fjölda einstaklinga, þjóða og fyrirtækja er þakkað fyrir að standa með þeim gegn Rússlandi.

Meðal þess sem Anonymous afrekuðu síðustu daga var að hakka fjölmiðlaeftirlitið í Rússlandi, Roskomnadzor og ná þaðan rúmlega 800 GB af gögnum sem hefur verið deilt á netinu.  Annað sem þeir hafa gert er að taka yfir fjölda prentara í Rússlandi og láta þá prenta út upplýsingar um stríðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki