fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Gjafmildir Danir hafa gefið 18 milljarða til Úkraínuhjálpar – Hæsta framlagið 2 milljarðar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. mars 2022 07:00

Pólskir lögreglumenn aðstoða úkraínska flóttamenn við komuna til Póllands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar hafa Danir látið ýmislegt af hendi rakna til úkraínskra flóttamanna. Fólk hefur gefið mikið af fatnaði, ýmsum nauðsynjavörum og auðvitað peningum. Fyrirtæki hafa heldur ekki legið á liði sínu.

Fjársöfnun hefur staðið yfir hjá fjölda hjálparsamtaka síðan innrásin hófst og náði hún eiginlega hápunkti á laugardaginn þegar tvær stærstu sjónvarpsstöðvar landsins, DR og TV2, efndu til tónleika á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Þeir voru að sjálfsögðu sýndir í beinni útsendingu á báðum stöðvum en á tónleikana mættu um 30.000 manns að mati lögreglunnar.

Á meðan á tónleikunum stóð gat fólk gefið peninga til styrktar hjálparstarfi í Úkraínu og við úkraínska flóttamenn. Peningarnir skiptast á milli 18 góðgerðasamtaka. Söfnuðust 165 milljónir danskra króna á þeim tveimur klukkustundum sem tónleikarnir stóðu yfir en það svarar til um þriggja milljarða íslenskra króna. Stærsta einstaka framlagið á meðan á tónleikunum stóð var frá Lars Larsen Group, sem á og rekur Jysk (Rúmfatalagerinn), en fyrirtækið gaf 10 milljónir danskra króna en það svarar til tæpra 200 milljóna íslenskra króna. Margrét Þórhildur, drottning, og Friðrik krónprins og Mary eiginkona hans gáfu sameiginlega 1 milljón danskra króna í söfnunina.

En áður en tónleikarnir hófust höfðu 750 milljónir danskra króna, um 15 milljarðar íslenskra króna, safnast. Stærsta einstaka framlagið er frá Lego sem gaf 110 milljónir danskra króna en það svarar til tæplega 2,2 milljarða íslenskra króna.  Fyrirtækið Bestseller gaf 100 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vandræðalegt fyrir Elon Musk – Útreikningar DOGE algjört bull

Vandræðalegt fyrir Elon Musk – Útreikningar DOGE algjört bull
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Önnur kona stígur fram og segist hafa sannanir fyrir því að hún sé Madeleine McCann

Önnur kona stígur fram og segist hafa sannanir fyrir því að hún sé Madeleine McCann
Fréttir
Í gær

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi
Fréttir
Í gær

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“
Fréttir
Í gær

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir
Fréttir
Í gær

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð