fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fréttir

Einar Kára og Gunnar Smári í hár saman – „Þér hæfir því illa að grenja svona hátt yfir hvað fólk er vont við þig“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. mars 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kárason, rithöfundur, furðaði sig í gær á orðræðunni inn á Facebook-hóp Sósíalistaflokksins, en inn á þeim hóp hefur hann verið gagnrýndur nokkuð undanfarna viku fyrir afstöðu hans til Nató og meðal annars verið kallaður „hvítliði“ en það mun vera niðrandi orð sem er notað um þá sem aðstoða lögreglu í átökum við róttæka hópa eða taka það hjá sjálfum sér að berja á þeim sem mótmæla. Eins er orðið notað í niðrandi merkingu um hægrimenn.

Einar vekur athygli á þessu á Facebook síðu sinni þar sem hann skrifar:

„Fólk sem hlýtur að hafa óendanlegt andlegt þrek, og treystir sér fyrir vikið til að fylgjast með spjallþráðum Sósíalistaflokksins, er að senda mér skjáskot þar sem forystumenn þeirrar hreyfingar gefa mér einkunnina „hvítliði“ (og einn þann versta) þar sem ég hef frekar hallast að málstað Nató í því sem er að gerast heldur en morðingjanna fra Moskvu.“

Þá ertu sannarlega hvítliði!

Sú skoðun virðist vera ríkjandi innan Sósíalistaflokksins ef marka má umræðuna þar undanfarnar vikur að NATÓ sé ekki varnaðarbandalag heldur hernaðarbandalag sem kyndi undir ófriði og geti ekki spilað hlutverk í að koma á friði. Hafa sumir sakað sósíalista á Íslandi um að styðja við Rússland í stríðinu, en rússnesk yfirvöld hafa einmitt kennt NATÓ um ástökin.

Ekki leið á löngu áður en Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og einn umsjónarmanna Facebook-hóps Sósíalistaflokksins, svaraði Einari. Sagði hann að málflutningur Einars undanfarið bendi til þess að hann sé vissulega hvítliði.

„Fallegt þegar menn þekkja söguna. Það voru hvítliðar sem ruddust út úr Alþingishúsinu 1949 til að berja á þeim sem voru andsnúnir Atlandshafsbandalaginu. Miðað við málflutning þinn undanfarið, til dæmis níðskrif um Ólaf Gíslason í gærkvöldi (sem einhver eyddi af veggnum þínum) þá ertu sannarlega hvítliði. Sé ekki betur en þú gangist upp í því

Á vegg óskylds manns kallaðir þú mig svartstakk áðan, sem sé nasista. Þér hæfir því illa að grenja svona hátt yfir hvað fólk er vont við þig, kalla eftir samúð eins og með þessum status.“

Ystu endar verða mjög nálægt hvorir öðrum

Einar skrifaði þá aðra færslu á Facebook hjá sér þar sem hann sagði ystu enda hins pólitíska rófs oft verða nálægir hvorum öðrum og sé það áberandi eftir innrás Rússa í Úkraínu, þá séu það nefnilega nýnasistar og sósíalistar sem styðja innrásina.

„Merkur fræðimaður benti á fyrir nokkrum áratugum að vinstri/hægri-ásinn í stjórnmálum væri ekki láréttur, heldur skeifulaga. Þannig að ystu endar verða mjög nálægt hvorir öðrum, og því stutt að hoppa á milli. Þetta hefur orðið afar áberandi eftir að Rússar hófu að níðast með morðárásum á fólki í nágrannalandi; yfir því sameinast í hrifningu nýnasistar allra landa og svo fólk sem (t.d. hér á landi) kallar sig sósíalista. (Rétt eins og flokkur Hitlers og Göbbels skreytti sig með þannig stolnum fjöðrum).“

Gunnar Smári var ekki lengi að svara nýju færslunni og sagði Einar fara með lygar.

„Þú heldur áfram þessari dæmalausu lygi. Laxness kallaði þennan þvætting ykkar krata „lygabrjálæðið mikla“ á sínum tíma. Það á vel í dag, þessi sturlun að reyna að klína Pútín upp á sósíalista. Ingibjörg Sólrún benti á mögulega niðurstöðu friðarsamninga í Silfrinu til mótvægis við stríðssturlun ykkar, svipað og sósíalistar hafa gert; er hún þá nasisti líka?“

Eins langt úti á túni og hægt er að komast

Gunnar Smári hefur einnig ítrekað gagnrýnt Einar Kárason og fleiri fyrir stuðning þeirra við Nató inn á Sósíalistaflokkshópnum. Sérstaklega hefur hann þar nafngreint ásamt Einari rithöfundinn Hallgrím Helgason, fjölmiðlamanninn Egil Helgason og Guðmund Andra Thorsson varaþingmann. Hefur hann kallað hópinn „the fabulous four“ og sakað þá um dyggðarskreytingu svo dæmi séu nefnd.

„Þessi miðaldra karlaklúbbur er orðinn eins og spegilmynd Arnþrúðar Karlsdóttur og fólksins sem hringir inn á Útvarp Sögu; í eilífum slagsmálum við myrk öfl sem enginn kannast við að hafa séð; blaðrandi um að sósíalistar séu Pútínistar og Pútín sósíalisti, talandi um leynt samsæri Pútínista sem vilji eitra samfélagið og ná hér yfirráðum. Þessir karlar eru eins langt úti á túni í umræðunni um Úkraínu og hægt er að komast.“ 

Ofangreind skoðanaskipti eiga rætur að rekja, með töluverðri einföldum, til ólíkrar sýnar Gunnars Smára og Einars á stríðsátökunum í Úkraínu og á hlutverki Nató. Gunnar Smári telur til að mynda að Nató hafi grafið undan öryggi í Evrópu og magnað upp ófrið og því sé ekki hægt að tala um varnarbandalag. Einar styður Nató og telur að bandalagið eigi að spila hlutverk í að stilla til friðar í Evrópu. Honum hefur þótt málflutningur Gunnars Smára og fleiri sem eru á sama máli benda til þess að sósíalistar styðji Pútín, þar sem Pútín er einnig á móti Nató.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Í gær

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Í gær

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“
Fréttir
Í gær

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“