Hún sagði þetta í sjónvarpsþættinum „Face the Nation“ á CBS sjónvarpsstöðinni. Hún sagðist ekki eiga von á að vandamál Rússa verði til þess að ný fjármálakreppa skelli á heimsbyggðinni allri en djúp efnahagskreppa verði í Rússlandi.
Refsiaðgerðirnar hafa komið illa við rússneskan útflutning og innflutning mikilvægra vörutegunda. Rússum er einnig að miklu leyti haldið frá því að geta notað alþjóðleg greiðslukerfi fjármálastofnana og það veldur þeim einnig miklum vandræðum.
Í síðustu viku sagði Georgieva að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni fljótlega senda frá sér endurskoðaða spá fyrir efnahag heimsins á þessu ári. Núverandi spá gerir ráð fyrir 4,4% hagvexti en svo mikill verður hann ekki að hennar sögn vegna stríðsins í Úkraínu. Hún sagði að samt sem áður sé gert ráð fyrir jákvæðum hagvexti.