fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Hlustaðu á Guðna forseta tala úkraínsku – „Ми стоїмо пліч-о-пліч із усіма, хто шукає миру“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 13. mars 2022 14:09

Guðni Th. Jóhannesson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sótti samstöðumessu með Úkraínu í Dómkirkjunni í Reykjavík í morgun. Þar flutti hann ávarp á íslensku en ávarpaði síðan Úkraínumenn á Íslandi og Íslendinga af úkraínskum uppruna á þeirra móðurtungu, úkraínsku.

Þau orð sem hann beindi sérstaklega að þessum hópi voru svohljóðandi:
„Við þá íbúa Íslands, sem eiga rætur í Úkraínu, vil ég því segja að við samborgarar ykkar stöndum með ykkur á neyðarstundu. Við stöndum með öllum sem leita friðar. Við stöndum með þeim sem þurfa að verjast ofbeldi. Við stöndum með þeim sem vilja búa í frjálsu lýðræðissamfélagi. Við skulum eiga þá von að ófriðnum í Úkraínu ljúki senn og við skulum eiga þá von að samstaða okkar stuðli að réttlátum lyktum þar sem nú er barist og varist. Дякую. Takk fyrir.“

Á úkraínsku er textinn svo:
„Шановні співгромадяни Ісландії, які мають українське коріння! Ми, ті хто живуть з вами на цьому острові, висловлюємо вам нашу підтримку у ці похмурі дні. Ми стоїмо пліч-о-пліч із усіма, хто шукає миру. Ми виступаємо на стороні всіх, хто мусить чинити опір агресору. Ми солідарні з усіма, хто хоче жити у вільному та демократичному суспільстві. Сподіваймося, що війна в Україні закінчиться. Також маємо надію, що наш прояв солідарності сприятиме справедливому розв’язанню ситуації“

Hér í fyrirsögn er úkraínska útgáfan af setningunni: Við stöndum með öllum sem leita friðar.

Hér má lesa ávarp forseta í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Viðtal við Elon Musk um transmálefni vekur mikla reiði og umtal – „Ég missti son minn“

Viðtal við Elon Musk um transmálefni vekur mikla reiði og umtal – „Ég missti son minn“
Fréttir
Í gær

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Í gær

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kamala Harris býður sig fram til forseta

Kamala Harris býður sig fram til forseta