Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sótti samstöðumessu með Úkraínu í Dómkirkjunni í Reykjavík í morgun. Þar flutti hann ávarp á íslensku en ávarpaði síðan Úkraínumenn á Íslandi og Íslendinga af úkraínskum uppruna á þeirra móðurtungu, úkraínsku.
Þau orð sem hann beindi sérstaklega að þessum hópi voru svohljóðandi:
„Við þá íbúa Íslands, sem eiga rætur í Úkraínu, vil ég því segja að við samborgarar ykkar stöndum með ykkur á neyðarstundu. Við stöndum með öllum sem leita friðar. Við stöndum með þeim sem þurfa að verjast ofbeldi. Við stöndum með þeim sem vilja búa í frjálsu lýðræðissamfélagi. Við skulum eiga þá von að ófriðnum í Úkraínu ljúki senn og við skulum eiga þá von að samstaða okkar stuðli að réttlátum lyktum þar sem nú er barist og varist. Дякую. Takk fyrir.“
Á úkraínsku er textinn svo:
„Шановні співгромадяни Ісландії, які мають українське коріння! Ми, ті хто живуть з вами на цьому острові, висловлюємо вам нашу підтримку у ці похмурі дні. Ми стоїмо пліч-о-пліч із усіма, хто шукає миру. Ми виступаємо на стороні всіх, хто мусить чинити опір агресору. Ми солідарні з усіма, хто хоче жити у вільному та демократичному суспільстві. Сподіваймося, що війна в Україні закінчиться. Також маємо надію, що наш прояв солідарності сприятиме справедливому розв’язанню ситуації“
Hér í fyrirsögn er úkraínska útgáfan af setningunni: Við stöndum með öllum sem leita friðar.