Smástirni sprakk norður af Íslandi í gærkvöldi. Einn helsti stjörnuspekingur landsins Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar eins og hann er gjarnan kallaður, vakti athygli á þessu á samfélagsmiðlum sínum í morgun.
Sævar segir að smástirnið sem um ræðir sé það fimmta sem uppgötvast áður en það rekst á jörðina. „Mælingar benda til að það hafi verið 3-4 metrar í þvermál, ferðast á 13 km hraða á sek og sprungið með jafngildi 2-3 þúsund tonnum af dínamíti,“ segir hann svo einnig.
Smástirnið fékk skráarheitið 2022 EB5 þegar það fannst í gær, 11. mars, skömmu áður en það rakst á jörðina. „Það fannst með sjónauka í Piszkéstető-stjörnustöðinni í Ungverjalandi. Smástirnið tilheyrði hópi Apollo-jarðnándarsmástirna sem reglulega skera braut Jarðar,“ segir Sævar.
„Sporbraut þess um sólina var 4,73 ár. Brautarhallinn 10,4 gráður sem þýðir að það fór reglulega undir og yfir brautarflöt Jarðar“
Sævar deilir myndbandi sem kollegi hans, Tony Dunn, birti á Twitter en í því má sjá hvernig smástirnið flaug í átt að Íslandi og hvar það sprakk.
Myndbandið sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:
Impact! When 2022 EB5 struck the Earth north of Iceland this morning, it became the 5th asteroid to be discovered prior to impacting Earth. pic.twitter.com/kYsQ40uuFq
— Tony Dunn (@tony873004) March 12, 2022