Um er að ræða upptöku úr öryggismyndavél en í henni má sjá rússnesku hermennina koma upp að lokuðu hliði. Eftir nokkra stund ná þeir að opna hliðið en þá koma eldri hjónin út, hliðið virðist vera að heimili þeirra.
Hjónin láta byssurnar og herklæðin ekki hræða sig, þau ganga bæði upp að hermönnunum og láta þá heyra það. Þá krefjast hjónin að fá að vita hvað þeir séu að gera þarna.
Ljóst er að hermennirnir náðu ekki að sannfæra þau um nauðsyn veru sinnar þarna megin við hliðið því hjónin ýttu í þá og reyndu að láta þá hypja sig. Á endanum náðu hjónin að koma hermönnunum aftur til baka og lokuðu þau svo hliðinu á eftir þeim.
Eins og fyrr segir hefur myndbandið vakið athygli en meðal þeirra sem hafa deilt myndbandinu er sendiráð Bandaríkjanna í Kyiv. „Í dag vottum við þessum eldri hjónum sem stóðu í hárinu á þremur rússneskum hermönnum virðingu okkar,“ segir í færslu sem sendiráðið birti á Twitter-síðu sinni.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem um ræðir: