Lúxussnekkjan Sailing Yacht A er ein stærsta og flottasta snekkja heims en hún er í eigu rússneska auðjöfursins og ólígarksins Andrey Melnichenko.
Snekkjan er 143 metra löng og metin á 530 milljónir evra, það eru tæpir 72 milljarðar í íslenskum krónum. Þá er snekkjan um 13 þúsund tonn að þyngd en hún getur tekið við 60 gestum. Í henni er stór sundlaug og þyrlupallur.
Andrey Melnichenko er með ríkustu mönnum Rússlands. Árið 2021 greindi Forbes frá því að Melnichenko væri metinn á 19,8 milljarði dala, það eru um 2.630 milljarðar í íslenskum krónum. Þessi 50 ára gamli auðjöfur er því sjöundi ríkasti maður Rússlands.
Flestir Íslendingar kannast eflaust við snekkjuna sem um ræðir enda eyddi hún dágóðum tíma í kringum strendur Íslands um sumarið í fyrra. Snekkjan mætti til Akureyrar í apríl og sigldi svo um landið fram á sumar.
Nú hefur er snekkjan stödd í Ítalíu en þar lagði ítalska fjármálalögreglan hald á hana. Um er að ræða lið í refsiaðgerðum gegn rússneskum auðjöfrum vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Greint var frá þessu í tilkynningu frá skrifstofu ítalska forsætisráðherrans.