fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Fréttir

Gunnar Nelson: „Það var bara hollt fyrir mig að verða faðir“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 12. mars 2022 12:00

Gunnar Nelson - Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bardagakappinn Gunnar Nelson prýddi forsíðu helgarblaðs Fréttablaðsins sem kom út í dag. Í blaðinu má finna ítarlegt viðtal við Gunnar en þar ræðir hann meðal annars um komandi bardaga sinn við Japanann Takashi Sato.

Gunnar og Takashi munu mætast í hringnum í O2 höllinni í London þann 19. mars næstkomandi. „Það hefur liðið langur tími síðan að ég steig síðast inn í búrið og á þessum tíma hafa komið upp tækifæri sem hafa svo runnið mér úr greipum. Fyrir síðustu bardaga hef ég verið að glíma við smá meiðsli en núna er ég alveg hundrað prósent og er mjög spenntur fyrir því að fá tækifæri til þess að sanna mig á ný,“ segir Gunnar.

Hlutirnir breyttust með tilkomu barnanna

Í viðtalinu við Fréttablaðið ræðir Gunnar einnig ítarlega um það hvernig hlutirnir breyttust við það að eignast börn en hann er í dag tveggja barna faðir. „Þegar maður er byrjaður að stofna fjölskyldu breytist forgangsröðunin hjá manni,“ segir Gunnar.

Þá segir Gunnar að þegar börnin komu hafi hann ekki lengur verið í fyrsta sæti hjá sér sjálfum. „Sem væri í raun besti mögulegi farvegurinn þegar að maður er atvinnumaður í einhverju,“ segir hann.

„Sem atvinnumaður þarf maður að setja sig í fyrsta sæti en þegar það verður ónáttúrulegt fyrir manni þá verður það erfitt. Ég hef hins vegar alveg fundið mig í þessum aðstæðum sem faðir og fjölskyldumaður og kann miklu betur við þessar aðstæður sem ég er nú í. Maður elskar börnin sín meira en allt í lífinu. Hugur manns breytist, þú og það sem þú ert að gera er ekki lengur í fyrsta sæti.“

„Það var bara hollt fyrir mig að verða faðir“

Gunnar segir að áður en börnin mættu í líf hans hafi hugur hans allur verið í íþróttinni. „Allan daginn var maður að spá í hinu og þessu henni tengdri,“ segir hann.

„Það var í rauninni ekkert sem ég skipulagði í mínu lífi annað en það hvenær og hvernig ég ætlaði að æfa næst, hvernig ég ætlaði að haga næstu mánuðum með tilliti til æfinga, hvort ég ætlaði að fara erlendis að æfa og hversu lengi ég ætlaði að vera þar. Það var ekkert sem stoppaði mig og ekkert annað sem ég þurfti að spá í nema sjálfan mig.“

Hann tekur fleiri dæmi um hvernig hlutirnir voru áður en hann varð faðir. Hann bendir til að mynda á að þá gat hann farið að sofa þegar hann vildi fara að sofa og hann gat vaknað þegar hann var ekki lengur þreyttur. „Allt svona breytist þegar að maður er orðinn faðir. Það er kannski erfitt til að byrja með þar sem maður er ekki vanur því en síðan mótast maður í þetta hlutverk. Maður verður bara þetta, faðir,“ segir hann.

Gunnar segir að börnin hafi þó breytt miklu í lífi hans til hins betra. „Maður lærir svo mikið af því að vera í þessu hlutverki og ég myndi ekki vilja hafa þetta öðruvísi,“ segir hann.

„Maður elskar börnin sín meira en allt í lífinu. Hugur manns breytist, þú og það sem þú ert að gera er ekki lengur í fyrsta sæti. Þegar það síast almennilega inn sættir maður sig við það hlutskipti. Mér finnst það rosalega gott, það er mjög eðlislægt fyrir mig.“

Þá segir hann að hann hafi verið orðinn þreyttur á sjálfum sér áður en hann eignaðist börn. „Ég var búinn að vera að spá í sjálfum mér og engum öðrum í öll þessi ár, þannig að það var bara hollt fyrir mig að verða faðir.“

Hægt er að lesa viðtalið við Gunnar í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump
Fréttir
Í gær

Ljóst að ákvarðanir voru teknar að illa ígrunduðu máli – „Það er hagfræði andskotans og bakreikningurinn verður þungur“

Ljóst að ákvarðanir voru teknar að illa ígrunduðu máli – „Það er hagfræði andskotans og bakreikningurinn verður þungur“
Fréttir
Í gær

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“