fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Vilborg opnar sig um ofbeldissambandið – „Ef ég væri bara nógu sterk og hörð af mér“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. mars 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilborg Anna Gissurardóttir, fjallagarpur, pólfari og ævintýrakona, var í ofbeldissambandi um þriggja ára skeið. Þegar kona steig fram í janúar og opnaði sig um ofbeldi sem hún sagðist hafa orðið fyrir af hendi fjallagarpsins Tomasz Þórs Verusonar ákvað Vilborg að stíga fram konunni til stuðnings, en Tomasz er fyrrverandi kærasti Vilborgar.

Vilborg ræddi um málið í nýjasta þætti Okkar á milli á RÚV sem var sýndur í gærkvöldi.

Ef ég væri bara nógu sterk og hörð af mér

„Auðvitað er þetta þannig að þetta er náttúrulega lífsreynsla sem hvílir á manni og það stígur þarna stúlka fram og ég staðfesti hennar sögu,“ segir Vilborg. Hún hugsaði með sér að þar sem að hún væri nokkuð þekkt í þjóðfélaginu þá hefðu orð hennar nokkuð vægi og það væri mikilvægt fyrir umræðuna um ofbeldi geng konum á Íslandi.

„Þá getur maður líka kannski reynt að nýta það [að hafa rödd] að einhverju leyti til góðs. Af því að ég veit að sumum finnst kannski skrítið að ég hafi lent í þessari lífsreynslu.“ 

Vísar þar Vilborg til þess að hún sé kona sem sé þekkt fyrir að vera áhættusækin og hörð af sér, og því gæti mörgum þótt erfitt að sjá fyrir sér að hún gæti verið þolandi heimilisofbeldis, en það sýni þó að hver sem er geti lent í því.

„Ég held að það sé alveg sama hversu mikill nagli eða harðhaus, eða í raun og veru bara hvaða bakgrunn sem þú hefur, að þá er maður alltaf manneskja og maður er manneskja sem hefur tilfinningar og samúð líka. Og maður er alltaf að reyna sitt besta.  […] og í mínu tilfelli þá kannski hefur þetta, það að hafa einhverja sterka ímynd, líka gert það að verkum að ég trúði því að ég gæti staðið undir þessu. Ef ég væri bara nógu sterk og hörð af mér.“

Upplifði mikið áfall á Everest

Vilborg segir að sambandið hafi byrjað árið 2014 og á þeim tíma hafði hún lent í miklu áfalli.

„Já Þetta byrjar þarna í kringum 2014, og 2014 hafði ég líka verið á Everest og upplifi þar  aðrar náttúruhamfarir, snjóflóð eða svona íshrun, og það fellur yfir hóp af mönnum, sjerpum, heimamönnum sem eru þarna við störf í fjallinu. Ég tók þátt í björgunaraðgerðum eftir þetta slys og það eru 16 manns sem týna lífi sínu og þetta var ofboðslega mikið áfall.“ 

Í kjölfarið leið Vilborgu verulega illa á líkama og sál. „Ég er rosa meidd í kjölfarið, mikið af bólgum og kemst bara ekki upp Esjuna. Og þetta situr í mér, þetta hefur mikil áhrif á mig og ég fer svona svolítið afturábak.“

Með fordóma fyrir sjálfri sér

Varðandi sambandið þá segir Vilborg að hún hafi tekið eftir viðvörunarmerkjum og fann innra með sér að ekki væri allt eins og það ætti að vera. En hún var þó ekki tilbúin að horfast í augu við það. Eftir áfallið á Everest komu áföllin í sambandinu til viðbótar og upplifði Vilborg sig beygða og brotna. Í kjölfarið hafi tekið við mjög erfiðir tímar þar sem hún upplifið mikla vanlíðan.

Hún hafi verið með áfallastreituröskun, mikla spennuhöfuðverki, hárlos, óreglulegar blæðingar og fann svo til í líkamanum að hún þurfti að fara í nudd um tvisvar í viku bara til að halda sér gangandi.

„Ég var líka með fordóma fyrir sjálfri mér í þessum aðstæðum og ég skammaðist mín líka svolítið. Og mér fannst ég kannski ekki alveg standa undir því sem ég ætti að standa undir.“ 

Skiptast á skin og skúrir

Eins og með mörg ofbeldissambönd einkenndist samband Vilborgar af góðum og slæmum tímum.

„Það skiptast á skin og skúrir. Ég hef stundum líkt því við að eftirleikurinn, þá hefur mér oft liðið eins og ég sé í blárri síldartunnu með rauðu loki og maður er alltaf svona pínulítið að reyna að brjótast upp úr, en stundum er lokinu skellt ofan á mann. En ég svona finn að hlutirnir eru ekki réttir og fer að reyna að vinna í því og ég leita mér líka hjálpar. Ég fæ aðstoð. Og ég nýti mér það. Og ég set mér það markmið að fara aftur á Everest.“ 

Þarna hafði Vilborg ákveðið að takast á við vanlíðan með hennar besta tóli – útivist og hreyfingu. Sambandið var þá á „góðu“ tímabili og studdi kærasti hennar við hana við að undirbúa hana undir að ganga á Everest og tók fagnandi á móti henni þegar hún sneri sér til baka. Nú í dag segir Vilborg að henni þyki enn vænt um þann tíma, enda sé það svo að manni getur þótt vænt um fólk þó að það séu erfiðleikar.

Við að ganga á Everest fannst Vilborg hún ná vopnum sínum til baka og upplifði mikla heilun. Fljótlega eftir þennan áfanga slitnaði upp úr sambandinu.

Ástin bankaði svo upp á dyrnar aftur hjá Vilborgu sem býr í dag með kærasta og tveimur stjúpbörnum í Slóveníu og segir að lífið sé einstaklega ljúft.

Henni finnst þó mikilvægt að tekið sé heildrænt á málefnum er varði heimilisofbeldi. Fjölga þurfi úrræðum fyrir bæði þolendur og gerendur, auka þurfi fræðslu og svo þurfi að grípa mun fyrr inn í slíkar aðstæður.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Brimbrettafólk vann orrustuna en stríðinu um Þorlákshafnarhöfn er hvergi nærri lokið

Brimbrettafólk vann orrustuna en stríðinu um Þorlákshafnarhöfn er hvergi nærri lokið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir fimm 12 ára drengi halda Breiðholtsskóla í heljargreipum

Segir fimm 12 ára drengi halda Breiðholtsskóla í heljargreipum
Fréttir
Í gær

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu
Fréttir
Í gær

Fasteignasala situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hundsað útgáfufélag árum saman

Fasteignasala situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hundsað útgáfufélag árum saman