fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Telur hættu á greiðslufalli rússneska ríkisins í næstu viku

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. mars 2022 06:44

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega geta Rússar ekki greitt afborganir af erlendum skuldum sínum í næstu viku nema með rúblum en lánin eru í evrum og dollurum. Það þýðir í raun að um greiðslufall verður að ræða en því má jafna við að landið verði tæknilega séð gjaldþrota.

Þetta er mat Althea Spinozzi, sérfræðings hjá Saxo Bank. Finans.dk skýrir frá þessu. Fram kemur að Rússar eigi að greiða vexti af lánum, sem voru tekin í evrum og dollurum, í næstu viku. Ef þeir greiði þá með rúblum þá svari það til þess að um greiðslufall hafi verið að ræða en tæknilega séð má líkja því við þjóðargjaldþrot þar sem ríkissjóður getur ekki staðið við erlendar skuldbindingar sínar.

Ástæðan fyrir þessu er að Pútín skrifaði í síðustu viku undir tilskipun um að greiða eigi lánveitendum frá „óvinveittum ríkjum“, þeirra á meðal eru Bandaríkin, Bretland og ESB-ríkin, afborganir í rúblum í stað þess gjaldmiðils sem lánin voru veitt í.

Í greiningu Spinozzi kemur fram að ef þessu verði fylgt þá muni Rússar ekki standa við skuldbindingar sínar hvað varðar afborganir af skuldabréfum í næstu viku en þann 16.  eiga þeir að greiða af skuldabréfum sem voru gefin út í dollurum og evrum.

Frá því að innrásin í Úkraínu hófst og Vesturlönd gripu til refsiaðgerða gegn Rússlandi hefur lánshæfismat ríkissjóðs lækkað verulega og eru Rússar nú í C-flokki sem er lægsti flokkurinn. Veruleg hætta er talin á að ríki sem eru í C-flokki greiði ekki af lánum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki