fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fréttir

Stríðið í Úkraínu – Öflug sprenging í Lutsk – Myndband

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. mars 2022 03:45

Úkraínskir hermenn við brunnið rússneskt ökutæki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar síðastliðinn og hafa látið sprengjum rigna yfir landið síðan. Mótspyrna Úkraínumanna virðist hafa komið þeim á óvart og framsókn þeirra hefur ekki verið eins hröð og reiknað var með.

Hér er yfirlit yfir helstu fréttir næturinnar og verða nýjar fréttir settar inn um leið og þær berast.

Uppfært klukkan 06.13 – Í nýrri stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins kemur fram að líklega séu Rússar að endurskipuleggja hersveitir sínar og safna liði nærri Kyiv. Líklega geri þeir árás á borgina á næstu sólarhringum.

Uppfært klukkan 06.00 – Öflug sprenging varð í Lutsk í nótt en bærinn er um 100 km frá pólsku landamærunum.

Uppfært klukkan 05.35 – Volodymyr Zelenskyy, forseti, sagði fyrir stundu að sprengingar hafi orðið í borginni Dnipro sem er suðaustan við Kyiv.

Uppfært klukkan 05.11 – Hugveitan Institute for the Study of War hefur birt nýtt kort sem sýnir þau svæði sem Rússar hafa á valdi sínu. Þau eru sýnd með rauðum lit. Það að Rússar hafi svæði á valdi sínu þýðir ekki endilega að þar séu ekki úkraínskar hersveitir en Rússar ráða lögum og lofum.

Nýjasta stöðukort hugveitunnar. Mynd:Institute for the Study of War

Uppfært klukkan 04.27 – Úkraínski herinn hefur birt stöðuskýrslu dagsins. Í henni kemur fram að rússneskar hersveitir virðist vera að endurskipuleggja sig og verða sér úti um vistir. Það hefur hægt á sókn Rússa og sumar hersveitir hafa hörfað aftur inn á rússnesk yfirráðasvæði. Veðrið er með Úkraínumönnum við Svartahaf og Azov og hefur neytt Rússa til að snúa aftur til flotastöðva og bækistöðva sinna.

Uppfært klukkan 04.11 – ESB vill styrkja tengslin við Úkraínu en hafnar beiðni Úkraínu um skjóta aðild að sambandinu. Þetta er sá boðskapur sem felst í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga ESB-ríkjanna sem funduðu fram á nótt í París. Í henni kemur fram að leiðtogarnir hafi ósk Volodymyr Zelenskyy, forseta, um skjóta aðild að ESB en að ESB vilji styrkja böndin og samstarfið við Úkraínu á meðan landið heldur áfram eftir hinum „evrópska vegi“.

Uppfært klukkan 03.56 – Nýjar gervihnattamyndir frá Maxar Technologies sýna að Rússar eru með mikinn liðsafnað nærri Kyiv. Hersveitir þeirra hafa komið sér fyrir í þorpum og skógum nærri höfuðborginni og verið er að koma stórskotaliði fyrir.

Uppfært klukkan 03.41 – Meta, fyrirtækið sem á Facebook og Instagram, hefur breytt reglum sínum í nokkrum löndum á þann veg að það brýtur ekki lengur gegn þeim að viðhafa hatursræðu um Rússa eða hvetja til ofbeldis gegn rússneskum hermönnum. Þetta kemur fram í tölvupóstum frá Meta sem Reuters hefur séð. Til dæmi er ekki lengur bannað að skrifa „dauða yfir rússneska hernámsliðinu“ á samfélagsmiðlana. Ekki verður þó liðið að hvatt sé til ofbeldis gagnvart óbreyttum rússneskum borgurum. Ákveðnar færslur sem hvetja til dráps á Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og starfsbróður hans og vini, Alexander Lukasjenko forseta Hvíta-Rússlands, verða leyfðar. Þessi breyting á reglum á við í Aremníu, Eistlandi, Georgíu, Ungverjalandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi, Rúmeníu, Rússlandi, Úkraínu og Slóvakíu.

Uppfært klukkan 03.40 – Bandaríkjaþing hefur samþykkt efnahagsaðstoð við Úkraínu upp á 13,6 milljarða dollara.

Uppfært klukkan 03.39 – Orðrómur er á kreiki um að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, muni tilkynna um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússum í dag. Þær eru sagðar felast í því að slíta núverandi viðskiptasamningum við Rússland. Með því verður Bandaríkjamönnum heimilt að hækka tolla á rússneskar vörur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna