Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir hálffimmtugum manni sem var gefið að sök að hafa selt þremur stúlkum á aldrinum 14-16 ára kannabisefni og leyft þeim að neyta þeirra á heimili hans á Reyðarfirði. Auk þess gaf hann einni stúlkunni amfetamín.
Mikil kannabislykt var í íbúð mannsins þegar lögreglu bar þar að, laugardaginn 7. nóvember árið 2020, og fannst töluvert af fíkniefnum þar sem voru gerð upptæk.
Maðurinn var sakfelldur bæði fyrir brot á barnaverndarlögum og fíkniefnalögum.
Refsing mannisns var ákveðin fjögurra mánaða fangelsi.
Dóm Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér