Tveir ökumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Báðir reyndust vera sviptir ökuréttindum og var um ítrekað brot þeirra á sviptingunni að ræða.
Skömmu fyrir klukkan 4 var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr söluturni í Árbæjarhverfi.