fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Meirihluti landsmanna telur að Úkraína fái of litla aðstoð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. mars 2022 09:00

Úkraínubúar á flótta. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 70% landsmanna telja að Úkraína eigi að fá aðild að NATO en skiptar skoðanir eru um hvort NATO eigi að senda herlið til Úkraínu.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði og Fréttablaðið skýrir frá í dag. Fram kemur að rúmlega 90% eru hlynnt því að tekið verið á móti flóttafólki frá Úkraínu.

Hvað varðar afstöðu til fjárhagsstuðning þjóða við Úkraínu vegna innrásar Rússa þá sögðust 90% svarenda styðja slíkan stuðning.

70% svarenda sögðust telja að ESB og NATO geri of lítið til að hjálpa Úkraínu. Lítill sem enginn munur er á viðhorfum kynjanna hvað þetta varðar og búseta fólks hefur heldur ekki áhrif.

Kjósendur Miðflokksins skera sig nokkuð úr en 40% þeirra telja of lítið gert til hjálpar Úkraínu en tæplega helmingur, eða 44%, er þeirrar skoðunar að senda eigi her inn í Úkraínu en 38% eru því andvíg.

Um netkönnun var að ræða og var hún gerð 4. til 10. mars.  Úrtakið var 2.300 manns og var svarhlutfallið 52%.

Nánar er hægt að lesa um könnunina á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings