Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði og Fréttablaðið skýrir frá í dag. Fram kemur að rúmlega 90% eru hlynnt því að tekið verið á móti flóttafólki frá Úkraínu.
Hvað varðar afstöðu til fjárhagsstuðning þjóða við Úkraínu vegna innrásar Rússa þá sögðust 90% svarenda styðja slíkan stuðning.
70% svarenda sögðust telja að ESB og NATO geri of lítið til að hjálpa Úkraínu. Lítill sem enginn munur er á viðhorfum kynjanna hvað þetta varðar og búseta fólks hefur heldur ekki áhrif.
Kjósendur Miðflokksins skera sig nokkuð úr en 40% þeirra telja of lítið gert til hjálpar Úkraínu en tæplega helmingur, eða 44%, er þeirrar skoðunar að senda eigi her inn í Úkraínu en 38% eru því andvíg.
Um netkönnun var að ræða og var hún gerð 4. til 10. mars. Úrtakið var 2.300 manns og var svarhlutfallið 52%.
Nánar er hægt að lesa um könnunina á vef Fréttablaðsins.