fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Hver er maðurinn sem Pútín vill setja í forsetaembættið í Úkraínu?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. mars 2022 05:11

Viktor Yanukovych er maðurinn sem Pútín er sagður vilja sem forseta í Úkraínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Rússum tekst að velta núverandi ríkisstjórn Úkraínu eru þeir með mann tilbúinn til að taka við forsetaembættinu af Volodymyr Zelenskyy. Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur í hyggju að skipta ríkisstjórninni út og er að sjálfsögðu búinn að ákveða hverjir eiga að taka við. En ekki er víst að Úkraínumenn taki vel á móti leppum Pútín.

Í bakhöndinni er hann með Viktor Yanukovych, 72 ára, til að taka við forsetaembættinu. Öruggt má telja að Úkraínumenn taki honum ekki fagnandi en hann var forseti frá 2010 til 2014 þegar landsmenn veltu honum af stalli. Síðan þá hefur hann verið í útlegð í Rússlandi en Pútín tók honum opnum örmum enda hafði Yanukovych fært landið nær Rússum en áður. Ukrayinska Pravda segir að hann sé nú staddur í Hvíta-Rússlandi og bíði þess að taka við völdum í Kyiv.

Yanukovych hefur hlotið marga refsidóma í Úkraínu, síðast 2019 var hann sakfelldur fyrir landráð. Á yngri árum hlaut hann dóma fyrir rán og líkamsmeiðingar. Eftir hrun Sovétríkjanna hóf hann afskipti af stjórnmálum og að lokum var hann tilnefndur sem forsætisráðherra í nóvember 2002 af Leonid Kutjma þáverandi forseta.

Mörg hneykslismál hafa komið upp á pólitískum ferli hans. Það fyrsta í tengslum við forsetakosningarnar 2004 en þá var úrslitunum hnekkt vegna umfangsmikils kosningasvindls og kosið á ný. Þá sigraði Viktor Jusjtjenko sem var hlynntur Vesturlöndum.

Yanukovych reyndi aftur 2010 og sigraði þá Julia Timosjenko með naumindum. Hann gerði síðan afdrifarík mistök í nóvember 2013 þegar hann neitaði að skrifa undir viðskiptasamning við ESB og þess í stað styrkja tengslin við Rússland. Stjórnarandstaðan, sem var hlynnt Vesturlöndum, varð ævareið og almenningur gerði uppreisn. Í janúar og febrúar 2014 létust mörg hundruð mótmælendur í átökum við öryggissveitir landsins. Yanukovych reyndi að ríghalda í völdin en 22. febrúar 2014 var ríkisstjórn hans bolað frá.

Eftir fall hans og flótta til Rússlands kom í ljós að Yanukovych hafði gengið mjög frjálslega um sjóði hins opinbera, til dæmis hafði hann keypt kertastjaka í forsetahöllina fyrir sem svarar til um 600 milljóna íslenskra króna og gardínur fyrir rúmlega 40 milljónir.

Hann var fundinn sekur um landráð 2019 og dæmdur í 13 ára fangelsi að honum fjarstöddum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Viðtal við Elon Musk um transmálefni vekur mikla reiði og umtal – „Ég missti son minn“

Viðtal við Elon Musk um transmálefni vekur mikla reiði og umtal – „Ég missti son minn“
Fréttir
Í gær

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Í gær

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kamala Harris býður sig fram til forseta

Kamala Harris býður sig fram til forseta