fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Átti í „móðir og sonur“ sambandi við Pútín – „Hann fyrirgefur aldrei“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. mars 2022 05:18

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Augu heimsins hvíla á Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, sem hefur að undanförnu sýnt hið sanna innræti sitt með innrásinni í Úkraínu og drápum rússneska hersins á fjölda óbreyttra borgara. Margir reyna nú að öðlast meiri skilning á Pútín, reyna að komast að hvað leynist á bak við ískalt yfirborðið.

Margir hafa gripið sjálfsævisögu hans, sem var gefin út árið 2000, til að reyna að öðlast betri skilning á forsetanum. Í bókinni segja margir kennarar hans á yngri árum frá því hvernig hann var á barnsaldri og einn þeira lýsir sambandinu sem „móðir og sonur“ sambandi þar sem þau fóru meira að segja saman í frí. Unilad skýrir frá þessu.

Pútín játar sjálfur í bókinni að hann hafi verið illa uppalinn. Vera Gurevich, kennari hans, skýrir frá „móðir og sonur“ sambandinu og segir að auki að þegar Pútín var í sjötta bekk hafi orðið breyting til hins verra hvað varðaði hegðun hans. „Það var greinilegt að hann hafði sett sér markmið . . ., hann neyddist til að ná árangri í lífinu,“ sagði hún síðar að sögn The Mirror. Hún sagði einnig að hann hafi verið „óheiðarlegur og óskipulagður“.

Gurevich sagði einnig að auk þess að vera stefnufastur og ráðríkur þá sé Pútín maður sem beri kala til fólks. „Ég held að Pútín sé góður maður. En hann fyrirgefur aldrei þeim sem svíkja hann eða gera honum illt,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings