Margir hafa gripið sjálfsævisögu hans, sem var gefin út árið 2000, til að reyna að öðlast betri skilning á forsetanum. Í bókinni segja margir kennarar hans á yngri árum frá því hvernig hann var á barnsaldri og einn þeira lýsir sambandinu sem „móðir og sonur“ sambandi þar sem þau fóru meira að segja saman í frí. Unilad skýrir frá þessu.
Pútín játar sjálfur í bókinni að hann hafi verið illa uppalinn. Vera Gurevich, kennari hans, skýrir frá „móðir og sonur“ sambandinu og segir að auki að þegar Pútín var í sjötta bekk hafi orðið breyting til hins verra hvað varðaði hegðun hans. „Það var greinilegt að hann hafði sett sér markmið . . ., hann neyddist til að ná árangri í lífinu,“ sagði hún síðar að sögn The Mirror. Hún sagði einnig að hann hafi verið „óheiðarlegur og óskipulagður“.
Gurevich sagði einnig að auk þess að vera stefnufastur og ráðríkur þá sé Pútín maður sem beri kala til fólks. „Ég held að Pútín sé góður maður. En hann fyrirgefur aldrei þeim sem svíkja hann eða gera honum illt,“ sagði hún.