fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Vilja að stjórnvöld grípi inn í hækkanir á bensínverði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. mars 2022 08:05

Það er skotur á bensíni og dísil í Rússlandi þessa dagana. Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmis félög krefjast þess að stjórnvöld grípi inn í vegna bensínverðs og segir ASÍ að hækkanirnar bitni verst á tekjulágu fólki.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ASÍ, FBÍ, Neytendasamtökin og fleiri félög krefjist þess að ríkisstjórnin lækki skatta á bensín tímabundið eða beiti sér á annan hátt til að létta byrðar almennings.

Verð á bensíni er nú í sögulegu hámarki en í gær fór það vel yfir 300 krónur á lítra. Árið 2005 var verðið 115 krónur og 2017 var það 160 krónur. Á fimm árum hefur verðið næstum tvöfaldast.

Innrás Rússa í Úkraínu er meginskýringin á hækkununum að undanförnu. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að hækkanirnar bitni verst á þeim tekjulægstu sem hafi enga burði til að kaupa sér raf- eða metanbíla.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, vill að stjórnvöld grípi inn í því þetta sé kjararýrnun sem komi helst niður á þeim sem eru í verstu stöðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt