fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Þórir var spurður hverju hann þakkaði langlífið og því gat hann svarað án þess að hugsa sig um tvisvar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. mars 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórir S. Gröndal, fyrrverandi fisksali og ræðismaður í Bandaríkjunum, fékk spurningu frá Ameríkana um daginn um hverju hann þakkaði langlífið, en Þórir verður níræður í ár. Hann þurfti ekkert að hugsa sig um áður en hann svaraði spurningunni. – Sénever og lýsi. Hann ritar um þetta í grein sem birtist hjá Morgunblaðinu í dag.

„Þegar ein­hver Am­eríkan­inn spurði mig um dag­inn, hverju ég þakkaði lang­lífið, svaraði ég án þess að hugsa: sé­never og lýsi.“

Lýsinu hellt upp í börnin

Þórir segist hafa gaman af því að segja Bandaríkjamönnum frá því hvernig börnum var gefið lýsi þegar hann gekk í Miðbæjarskólann forðum.

„Mig minn­ir, að það hafi verið aðstoðar­kona Týru tann­ar, sem var tann­lækn­ir skól­ans, sem sá um að út­deila eða reynd­ar úthella lýs­inu.

Kona þessi var klædd í hvít­an, þrælstífaðan slopp og það brakaði í henni þegar hún gekk. Lýsið var í hvítri könnu og tók hún sér hana í hægri hönd en hélt svo á tusku í vinstri hend­inni. Nem­andinn, í þessu til­felli ég, hallaði höfðinu aft­ur á bak og opnaði skolt­inn. Svo kom væn gusa af þorska­lýsi við stofu­hita ofan í viðkom­andi og var reynt að kyngja fljótt. Þar næst þurrkaði hún af hök­unni með tusk­unni ef nauðsyn var. Aðeins þeir, sem komu með lækn­is­vott­orð um að þeir tækju lýsi heima hjá sér, sluppu við þessa at­höfn.“

Var þetta hið versta mál

Þórir rifjar það líka upp að bróðir hans, sem var nokkrum árum á undan í skólanum. Hafi illa þolað lýsið og hafi skólinn fljótlega gefist upp á að pína það ofan í hann.

„Þið hafið ábyggi­lega heyrt, að þegar gos­hver­ir eru orðnir slapp­ir að gjósa er stund­um dembt ofan í þá sápu til að fram­kalla gos. Það var svipað með Ragga, því þegar kon­an í hvíta sloppn­um hellti lýs­inu ofan í kokið á hon­um gaus hann. Lýsið, ásamt illa lykt­andi gubbi, spýtt­ist upp úr hon­um og lenti hell­ing­ur á stífaða sloppn­um. Var þetta hið versta mál og varð mik­ill handa­gang­ur í öskj­unni, en lýs­is­kon­an reyndi aldrei aft­ur að hella ofan í bróður minn.“

Sjenninn og magasár

Víkur Þórir svo máli sínu að sénever sem er víst kallað „sjenninn“. Sénever, fyrir þá sem ekki kannast við, er brennt vín frá Hollandi sem er kryddað með einiberjum og stundum öðrum kryddjurtum á borð við anís, hvönn og kúmen. Þórir segir mörgum sögum fara af uppruna þess og deilir hann sinni uppáhalds.

„Hol­lenski lækn­ir­inn Sil­vius de Bou­ve bjó til drykk­inn um miðja 17. öld og var hann upp­runa­lega ætlaður sem meðal við maga­sári og öðrum maga­kvill­um. Hann eimaði vín og bætti í alls kyns jurt­um og berj­um, aðallega eini­berj­um og þaðan er dregið heitið, eini­ber – sé­never. Maga­sjúk­ling­arn­ir voru him­in­lif­andi með þetta nýja meðal og var mik­il aðsókn að spít­al­an­um hans Sil­vius­ar. Það ku oft hafa heyrst söng­ur á maga­deild­inni eft­ir morg­un­lyfja­gjöf­ina. Það fylg­ir þó ekki sög­unni, hvort sjúk­ling­arn­ir hefðu fengið bót á sín­um kvill­um.“

Ha, hvað er nú það?

Þórir segir að „sjenninn“ sé ekki allra, en þeir sem komist á bragðið haldi tryggð sinni við drykkinn og er Þórir í þeim hóp. Þegar Þórir var upp á sitt besta var alltaf hægt að fá „sjenna“ á veitingastöðum í borginni og var hann þá eitt ódýrasta áfengið og hægt að blanda hann með vatni sem kom sér vel þegar maður átti lítið af peningum.

Nú sé tíðin önnur og vart hægt að finna drykkinn á Íslandi. Þegar Þórir spyr um sénever á veitingastöðum fær hann svarið:  „Ha, hvað er nú það?““

Þórir passar sig því að kaupa sénever þegar hann finnur hann fyrir og á hann þá til í frystinum. Svo sé það kostur að flestum þyki drykkurinn vondur – þá fær Þórir að eiga hann í friði.

„Það sem ég sagði í upp­hafi grein­ar­inn­ar, að ég hefði svarað Kan­an­um á þá leið að sé­never og lýsi hefðu lengt líf mitt, var kannski ekki alls kost­ar rétt. En víst er það, að ég hefi haldið tryggð við báða þessa vökva. Og sann­færður er ég um það, að lýsið hef­ir átt ein­hvern þátt í að bæta árum við ævi mína og sé­never­inn hjálpað mér til að njóta þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt