Ljóst er að fimm leikmenn yfirgefa Chelsea í sumar eftir að bresk yfirvöld frystu eigur Roman Abramovich eiganda félagsins í dag. Ástæðan er innrás Rússlands í Úkraínu og tenging hans við Vladimir Putin forseta Rússlands.
Roman má þó selja Chelsea með því skilyrði að breska ríkið sjáu um söluna á félaginu.
Með því má Chelsea ekki kaupa leikmenn og ekki endursemja við þá gömlu. Varnarlína Chelsea verður fyrir gríðarlegri blóðtöku í sumar.
Þannig er ljóst að Cesar Azpilicueta fyrirliði liðsins og Antonio Rudiger hverfa á braut. Samningar þeirra eru á enda og Chelsea má ekki endursemja.
Andreas Christensen hafði ákveðið að fara og ganga í raðir Barcelona, ekkert mun koma i veg fyrir það.
Þá mun Chelsea ekki geta fest kaup á Saul Niguez sem er á láni frá Atletico Madrid.
Fimm sem fara:
Cesar Azpilicueta
Antonio Rudige
Andreas Christensen
Charly Musonda Jr
Saul Niguez,