Varnarmálaráðuneyti Bretlands telur að rússneskir leiguhermenn hafi nú verið sendir til Úkraínu. Leiguhermennirnir koma frá einkareknum hernaðarfyrirtækjum á borð við Wagner hópinn sem er talinn vera í eigu viðskiptajöfursins Yevgeny Prigozhin sem á í nánum tengslum við forseta Rússlands, Vladimir Putin, hefur Prigozhin meðal annars verið uppnefndumr „kokkur Pútíns“ þar sem hann segir aðeins þjónusta rússnesk yfirvöld.
Wagner hópurinn var í desember á síðasta ári beittur efnahagsþvingunum af Evrópusambandinu út af „alvarlegum mannréttindabotum, þeirra á meðal pyntingar“ sem og aftökur í löndum á borð við Líbíu, Sýrlandi, Úkraínu og í Mið-Afríkulýðveldinu.
Kjörorð Wagner hópsins eru meðal annars að vernd hagsmuni Rússlands, alltaf og alls staðar, að virða heiður rússneskra hermanna, að berjast ekki fyrir peninga heldur fyrir það prinsipp að vinna alltaf og alls staðar.
Wagner hópurinn hefur einnig verið sakaður um að ráðast gegn þeim sem veita mannúðaraðstoð á átakasvæðum, meðal annars friðargæsluliða frá Sameinuðu þjóðunum.
Úkraínski herinn staðfesti fyrir tveimur hópum að það hafi komið til átaka nærri Kænugarði við meðlimi í Wagner hópnum (sem nú kallar sig Liga).
Hópurinn er talinn vinna eftir fyrirmælum frá rússneskum yfirvöldum og þeim hafi meðal annars verið falið að ráða Volodímír Zelenski, forseta Úkraínu, af dögum.
Wagner hópurinn hefur í gegnum tíðina verið sakaður um rán, nauðganir, morð og meinta stríðsglæpi. BBC fréttastofan komst yfir spjaldtölvu í Líbíu sem var í eigu hermanns hjá Wagner hópnum sem sýndi að hópurinn hafi skilið eftir ómerktar jarðsprengjur á íbúðasvæðum – sem er stríðsglæpur. Meðlimir hafa verið sakaðir um að ræna og nauðga óvopnuðum óbreyttum borgurum í Mið-Afríkulýðveldinu af bæði Frakklandi og Sameinuðu þjóðunum.
Hópurinn er sagður taka að sér verkefni sem þykja of subbuleg fyrir opinbera rússneska herinn svo rússnesk yfirvöld geti neitað að þau beri ábyrgð á þeim.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine – 09 March 2022
Find out more about the UK government's response: https://t.co/ISGJMcNVWO
🇺🇦 #StandWithUkraine 🇺🇦 pic.twitter.com/dSUprQf7Vp
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) March 9, 2022