Margar verslanir hafa tekið rússneskar vörur úr sölu en hugsanlega hafa einhverjar sloppið í gegnum nálaraugað og eru enn til sölu. Það er auðvelt að sjá hvaða vörur eru frá Rússlandi með því að lesa á strikamerkin. Þrjár fyrstu tölurnar í strikamerki hverrar vöru segja til um upprunaland hennar. Rússneskar vörur eru með strikamerki sem byrja á 460 til 469. Þetta eru því vörur sem byrja á 460, 461, 462, 463, 464, 465, 466, 467, 468 og 469.
Ef þú vilt ganga enn lengra og forðast vörur frá Hvíta-Rússlandi, sem styður stríðsrekstur Rússa, þá eru fyrstu þrjár tölurnar í strikamerkjum varnings þaðan 481.
Ef þú vilt styðja Úkraínu og kaupa úkraínskar vörur þá byrja strikamerki varnings þaðan á 482.