fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Fréttir

Söngvarinn Aaron Ísak birtir yfirlýsingu – „Ég er ekki siðblindur né með barnagirnd“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. mars 2022 09:00

Aaron Ísak í undankeppni Eurovision 2020. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Aaron Ísak Berry, sem sakaður er um kynferðisbrot gegn þremur drengjum, þar af tveimur 12 ára, hefur birt yfirlýsingu í kjölfar fréttaflutnings DV af máli hans.

Í yfirlýsingunni segist Aaron taka ábyrgð á því sem hann hafi gert en ákæran í heild sé ekki sönn.

Sjá einnig: Dómsuppkvaðning yfir Aaroni Ísak dregst á langinn – Nálgaðist drengina í skólanum eftir lögregluyfirheyrslu

Eins og DV greindi frá í gær er dómsuppkvaðning yfir Aaroni Ísak yfirvofandi en aðalmeðferð í máli hans var dagana 2. og 3. febrúar. Var um lokað þinghald að ræða en DV hefur ákæruna undir höndum.

Aaron Ísak er fæddur árið 1998 og verður 24 ára síðar á þessu ári. Hann vakti mikla athygli fyrir þátttöku sína í forkeppni Eurovision-söngvakeppninnar árið 2020 en þar keppti hann undir listamannsnafninu Kid Isak. Árið 2019 bar hann sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna er hann flutti lag hljómsveitarinnar Queen, Love of My Life.

Meint brot áttu sér stað frá haustinu 2019 og fram til vorsins 2020. Aaron Ísak er meðal annars sagður hafa skrifast á við drengi með grófum, kynferðislegum hætti, þar sem hann lýsti kynlífsathöfnum. Einnig er hann sakaður um að hafa sent drengjum myndir af getnaðarlim sínum og gróf kynferðisleg myndbönd og myndir.

Hann er ennfremur sakaður um að hafa reynt að hafa kynferðismök við tvo 12 ára drengi, er hann sagður hafa kysst annan þeirra á munninn, sem brást við með því að ýta honum frá sér. Hann er sagður hafa káfað á drengnum utanklæða, meðal annars í klofi. Reyndi hann jafnframt að fá drenginn og vin hans með sér niður í bílakjallara á ótilteknum stað.

Jafnframt er Aaron Ísak sakaður um að hafa átt í rafrænum, kynferðislegum samskiptum við þriðja drenginn, hafi hann meðal annars sent honum mynd af nöktum rassi sínum og myndskeið sem sýndi tvo karlmenn í samförum.

Aaron Ísak er ennfremur sakaður um að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum og var þar um að ræða 10 myndskeið og 74 ljósmyndir.

Milljóna skaðabótakröfur

Aðstandendur meintra þolenda gera einkaréttarkröfur til Aarons Ísaks um skaðabætur. Fyrir hönd eins drengsins eru gerðar kröfur um þrjár milljónir króna í skaðabætur, fyrir hönd annars um tvær milljónir og 500.000 króna er krafist fyrir hönd þess þriðja.

Segist ekki haldinn barnagirnd

Aaron Ísak er að nálgast 24 ára aldur en meint brot voru framin er hann var 21-22 ára. Í yfirlýsingu sinni segist hann ekki vera haldinn barnagirnd en færslan er eftirfarandi:

„Ég mun tala um þetta ýtarlega þegar málinu líkur. Ég er ekki siðblindur né með barnagirnd og myndi aldrei gera barni mein vís vitandi. Ég tek ábyrgð á því sem ég hef gert rangt, en ef ákæran væri í heild sinni sönn ætti ég á mjög erfitt með að lifa með sjálfum mér. Ég biðst afsökunnar til allra sem ég hef sært á nokkurn hátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar
Fréttir
Í gær

Þéttingaráform í miðborginni samþykkt þrátt fyrir áhyggjur íbúa

Þéttingaráform í miðborginni samþykkt þrátt fyrir áhyggjur íbúa
Fréttir
Í gær

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar
Fréttir
Í gær

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varpa sprengju um Carbfix: Fyrirtækið sagt stefna að mun umfangsmeiri framkvæmdum en áður hefur komið fram

Varpa sprengju um Carbfix: Fyrirtækið sagt stefna að mun umfangsmeiri framkvæmdum en áður hefur komið fram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamfarirnar í Los Angeles: 10 þúsund hús brunnin – Veðurspáin lofar ekki góðu

Hamfarirnar í Los Angeles: 10 þúsund hús brunnin – Veðurspáin lofar ekki góðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill ákæra forstöðumenn fyrir framúrkeyrslu

Vill ákæra forstöðumenn fyrir framúrkeyrslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnfirðingar hrifnir af hrossataði

Hafnfirðingar hrifnir af hrossataði