Kraftaverkamaðurinn Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir ágræðslu á báðum handleggjum í janúar árið 2021, birti myndband í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hann sýnir þann magnaða árangur sem hann hefur náð á því rúma ári sem liðið er síðan hann fór í aðgerðina
Í myndbandinu má sjá Guðmund rétta fram hægri hönd sína og svo tekur hann upp mjóa stöng, því næst snýr hann henni nokkrum sinnum fram og til baka.
„Gripið mitt er að verða sterkara,“ segir Guðmundur í færslunni en hana og myndbandið má sjá hér fyrir neðan.