fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fréttir

Segir að stríðinu ljúki í þessum mánuði – Tveir möguleikar í stöðunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. mars 2022 06:50

Úkraínskir hermenn leita skjóls undan stórskotaliðshríð Rússa. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er barist af hörku í Úkraínu og Rússar láta sprengjum rigna yfir borgir og bæi. Mikið mannfall er meðal almennra borgara og það sama má segja um hersveitir Rússar og Úkraínumanna. Sókn rússneska hersins hefur ekki gengið sem skyldi og færast rússneskar hersveitir ekki mikið fram á við í sókn sinni.  Það bendir til að stríðið sé nú komið á afgerandi stig og tveir möguleikar séu í stöðunni.

Þetta sagði Hans Peter Michaelsen, varnarmálasérfræðingur, í samtali við Jótlandspóstinn. „Við erum nú komin á það afgerandi stig þar sem það kemur í ljós hvort Úkraína geti haldið áfram að verjast eða hvort kraftana þrjóti. Við heyrum nú þegar að það skorti matvæli í verslanir og á hverjum degi eru almennir borgarar drepnir. Spurningin er því hvort þeir muni gefast upp,“ sagði hann.

Hann sagðist telja að á næstu dögum og vikum fáist svar við hvert stefni og að fyrir mánaðamót liggi fyrir hver sigri í stríðinu: „Það er tvennt sem getur gerst. Annað hvort gefast Úkraínumenn upp af því að þeir verða uppiskroppa með vistir og skotfæri. Eða þá að það verða svo mörg vandamál innanlands í Rússlandi að almenningur áttar sig á þeim hryllingi sem þetta stríð er og því neyðist Pútín til að draga hersveitirnar út úr Úkraínu eða stíga sjálfur til hliðar.“

Hann sagðist þó telja ólíklegt að Pútín muni víkja úr embætti og þá skipti engu þótt almenningur mótmæli kröftuglega. Það þurfi mikið til að komast inn í Kreml til að hreyfa við Pútín og hans fólki.

Hann sagði margt benda til að Rússland sigri í stríðinu en ekki megi gleyma miklum vilja Úkraínumanna til að verjast og að þeim hafi tekist að valda Rússum gríðarlega miklu tjóni, það hafi komið á óvart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna