Rauði krossinn hefur til dæmis sent mikið af teppum til landsins síðustu daga og er að koma hitatjöldum upp. Talið er að rúmlega tvær milljónir Úkraínumanna séu á flótta vegna stríðsins og flóttamannastraumurinn er sá mesti í Evrópu síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Flestir hafa leitað til Póllands eða rúmlega ein milljón.
Margir eru fluttir til landamæra nágrannaríkjanna á opnum pöllum vörubíla og þurfa því að þola mikinn kulda, bæði frostið og vindkælinguna.