fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

„Ég bjóst við því að upplifa ótta og vonleysi en baráttuandinn sem skein úr augum fólks mun seint líða mér úr minni“

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 10. mars 2022 16:10

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson í útsendingu í Lviv. Skjáskot af vef Stundarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi heimsókn hafði mikil áhrif á mig. Ég bjóst við því að upplifa ótta og vonleysi en baráttuandinn sem skein úr augum fólks mun seint líða mér úr minni. Meira að segja ungir Úkraínumenn sem ég ræddi við létu engan bilbug á sér finna og voru reiðubúnir að fórna lífi sínu fyrir fósturjörðina,“ segir Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, blaðamaður Stundarinnar, sem er nýlentur eftir fjögurra daga ferð til Úkraínu.

Bjartmar Oddur flaug til Póllands ásamt myndatökumanni og ferðaðist þaðan til landamæra Úkraínu þar sem leið þeirra lá til borgarinnar Lviv í vesturhluta Úkraínu.  Borgin hefur ekki orðið fyrir beinum árásum, enn sem komið er, en hefur hins vegar orðið einskonar miðstöð þeirra Úkraínumanna sem freista þess að flýja yfir landamærin til Póllands. Borgarbúar keppast þó við að vígbúast fyrir mögulegar árásir á næstu dögum.

Í ferðinni heimsótti Bjartmar Oddur meðal annars verksmiðju sem framleiðir járngildrur til að stöðva för rússneskra hersveita, æfingastöð þar sem sjálfboðaliðar eru þjálfaðir í vopnaburði, umfangsmikilli Molotovkokteila-verksmiðju, saumastofu sem framleiðir vesti fyrir hermenn sem auðvelda þeim að bera vopn.

„Það ríkir náttúrulega algjör glundroði í borginni en eins og áður segir þá upplifði ég það að nánast hver einasti íbúi er að taka þátt í stríðinu með einum eða öðrum hætti,“ segir Bjartmar.

Stöðugur straumur hafi verið út úr borginni og til landamæra Póllands. „Það var áhrifamikið að sjá um 18 kílómetra röð við landamærin þeirra Úkraínumanna sem að freistuðu þess að keyra á bílnum sínum yfir landamærin. Okkur var skutlað í rútu á forgangsakreinum og fórum svo fótgangandi aftur yfir landamærin,“ segir Bjartmar Oddur.

Hann segir ekki útilokað að önnur ferð á vegum Stundarinnar verði skipulögð á næstunni en það verði vandlega metið eftir því hvernig átökin þróast. „Það er söguleg atburðarás að eiga sér stað og ég held að mikilvægt sé að íslenskir fjölmiðlar freisti þess að gera atburðinum skil frá fyrstu hendi. Ég er mjög stoltur af því að sá metnaður hafi verið til staðar hjá yfirmönnum mínum á Stundinni,“ segir Bjartmar Oddur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur sakfelldur fyrir lyfjaþjófnað á Landspítalanum

Hjúkrunarfræðingur sakfelldur fyrir lyfjaþjófnað á Landspítalanum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“
Fréttir
Í gær

Lög ekki brotin þegar Ástráður var skipaður

Lög ekki brotin þegar Ástráður var skipaður
Fréttir
Í gær

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“