Forseti Úkraínu, Volodímír Zelenskí, birti í dag myndskeið sem sýnir rústir fæðingadeildar í borginni Maríupol í Úkraínu sem varð fyrir flugskeytum Rússa.
„Maríupol. Bein árás rússneska hersins á fæðingadeildina. Manneskjur, börn, eru grafin undir brakinu. Andstyggð! Hversu lengi ætlar heimurinn að vera hlutdeildarmaður og hunsa hörmungarnar? Lokið lofthelginni undir eins! Stöðvið drápin! Þið hafið völdin en þið virðist vera að tapa manngæskunni,“ skrifar forsetinn með myndbandinu.
Mariupol. Direct strike of Russian troops at the maternity hospital. People, children are under the wreckage. Atrocity! How much longer will the world be an accomplice ignoring terror? Close the sky right now! Stop the killings! You have power but you seem to be losing humanity. pic.twitter.com/FoaNdbKH5k
— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 9, 2022