fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

„Við erum bara fyrst í röðinni. Þið eruð næst“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. mars 2022 17:30

Þessi kona særðist í árás Rússa fyrr á árinu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Georgíu og Moldavíu fylgjast margir óttaslegnir með stríðinu í Úkraínu því óttast er að Rússar ráðist á þessi lönd þegar stríðinu í Úkraínu er lokið, það er að segja þegar Rússar hafa náð markmiðum sínum þar.

Sú staða sem uppi er varð til þess að í síðustu viku fylgdu bæði ríkin í kjölfar Úkraínu og sóttu um aðild að ESB. Bæði ríkin standa utan NATO og því er vel skiljanlegt að þau óttist nú næsta leik Pútín að mati Peter Viggo Jakobsen, dansks sérfræðings í varnarmálum.

Hann sagði í samtali við Ekstra Bladet að allt ráðist þetta af hvernig stríðið í Úkraínu endar en aðalvandamálið sé að ef ríki eru ekki meðlimir í NATO og falli þar með ekki undir 5. grein NATO-sáttmálans, eins og til dæmis Svíþjóð og Finnland, þá séu þau berskjölduð fyrir árás: „Það þýðir að bæði Moldóvía og Georgía eru nákvæmlega jafn berskjölduð og Úkraína og viðbrögð Vesturlanda myndu verða nákvæmlega þau sömu. Við myndum styðja þau á allan hugsanlegan hátt en ekki fara í stríð fyrir þau. Ekki einu sinni þótt þau gangi í ESB.“

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, segir að Rússar muni ekki láta staðar numið við Úkraínu. „Við erum í Evrópu, frjálsum stað. Þegar brotið er á mörkum frelsis og réttinda verðið þið að verja okkur. Því við erum bara fyrst í röðinni. Þið eruð næst,“ sagði hann í gær.

Jakobsen sagði að árás á Moldóvíu eða Georgíu sé hugsanlega það sem Pútín stefni á. Ef staðan þróist á þann hátt að Pútín telji það þjóna hagsmunum sínum að ráðast á ríkin þá muni Vesturlönd ekki getað hindrað hann í að gera það. Þess vegna sé mikil hætta á að Rússar ráðist á ríkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Nú er hart í ári – Rússar nota asna í fremstu víglínu

Nú er hart í ári – Rússar nota asna í fremstu víglínu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Óhugnanleg árás á Svandísi Ástu – Málið tekur á sig nýja mynd

Óhugnanleg árás á Svandísi Ástu – Málið tekur á sig nýja mynd
Fréttir
Í gær

Mennta- og barnamálaráðherra í mál við ríkið og krefst rúmlega tíu milljóna króna

Mennta- og barnamálaráðherra í mál við ríkið og krefst rúmlega tíu milljóna króna
Fréttir
Í gær

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“