fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

„Útúrdópaður“ maður tók sjö ára stjúpson sinn kverkataki – Hæstiréttur fellir fordæmisgefandi dóm

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 9. mars 2022 19:06

Hæstiréttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur felldi í dag fordæmisgefandi dóm um beitingu ákvæðis hegningarlaga um brot í nánu sambandi í máli karlmanns sem var fundinn sekur um að hafa tekið sjö ára stjúpson sinn kverkataki árið 2018.

Karlmaðurinn var sagður hafa komið heim „útúrdópaður“ og kallað á drenginn sem hafi ekki svarað honum. Maðurinn hafi þó fundið drenginn fyrir í eldhúsinu og veist þar að honum. Þegar móðir drengsins kom að hafi maðurinn staðið yfir drengnum, öskrað á hann og haldið með báðum höndum um háls hans. Hún hafi náð að ganga á milli og hindrað að maðurinn kæmist aftur að drengnum.

Ósammála um beitingu ákvæðis um brot í nánu sambandi

Karlmaðurinn var í ákæru sakaður um að hafa gerst sekur um brot gegn 1. mgr. 218. gr. b í almennum hegningarlögum sem og um brot gegn barnaverndarlögum. Umrætt ákvæði hegningarlaga hljómar svo:

„Hver sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, niðja síns eða niðja núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í hans umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.“

Héraðsdómur féllst á að brotið gegn barninu yrði heimfært undir ofangreint ákvæði. Málinu var svo áfrýjað til Landsréttar.

Þar töldu tveir af þremur dómurum málsins að heldur ætti að sakfella manninn fyrir minni háttar líkamsárás, þar sem ósannað væri að kverkatakið hefði valdið því að drengurinn hafi ekki náð andanum og maðurinn hafi „á alvarlegan hátt ógnað heilsu eða velferð brotaþola“ og þar sem um einangrað tilvik var að ræða gæti ákvæðið um brot í nánu sambandi ekki átt við. Eða með öðrum orðum þótti brotið ekki nægilega alvarlegt til að réttlæta beitingu ákvæðis um brot í nánu sambandi sem er með þyngri refsiramma en ákvæði um minni háttar líkamsárás.

Einn dómari skilaði séráliti og taldi rétt að sakfella fyrir brot í nánu sambandi þar sem þó kverkatakið hafi ekki varað lengi hafi árásin verið einkar hættuleg og hafi karlmaðurinn að auki nýtt sér yfirburðastöðu sína inn á heimili drengsins.

Markmið ákvæðis að auka réttarvernd

Málið var svo tekið upp af Hæstarétt þar sem talið var að málið hefði verulega þýðingu um beitingu ákvæðis um brot í nánu sambandi.

Hæstiréttur leit til þess að í lögskýringargögnum ákvæðisins um brot í nánu sambandi komi fram að tilgangur þess væri að veita þeim sem búa við heimilisofbeldi aukna réttarvernd og að auka réttarvernd barna sem búa við ofbeldi á heimilum sínum. Þar komi einnig fram að ekki sé útilokað að einstakt brot geti fallið undir ákvæðið ef það nái tilteknu alvarleikastigi.

Hæstiréttur sagði að ótvírætt væri að milli mannsins og stjúpsonar hans hafi verið náið samband enda leit drengurinn á manninn sem föður sinn. Taka þurfi tillit til þess þegar alvarleiki brotsins sé metinn. Drengurinn hafi aðeins verið sjö ára og staðið andspænis fullorðnum manni sem hann leit á sem föður sinn. Líta þurfi til varnarleysis drengsins og þeirrar yfirburðastöðu sem stjúpfaðir hans hafði gegn honum.

Taldi pabba sinn vera að kyrkja sig

Var Hæstiréttur ósammála þeirri túlkun Landsréttar að ef háttsemi sem að jafnaði yrði talin minni háttar líkamsárás gæti ekki virkjað ákvæði um brot í nánu sambandi. Meta yrði hvert tilvik í ljósi allra atvika, með heildstæðum hætti og með hliðsjón vartilgangi refsiákvæðis um brot í nánu sambandi.

„Eykur það á alvarleika brotsins að ofbeldi ákærða beindist að barni en ekki fullorðnum einstaklingi. Það var einnig til þess fallið að vera sérstaklega ógnvekjandi fyrir brotaþola en eins og áður segir taldi hann pabba sinn vera að kyrkja sig.“

Þannig taldi Hæstiréttur að jafnvel þó að ósannað hafi verið að drengurinn hafi ekki getað andað á meðan á kverkatakinu stóð, og jafnvel þó að ekki hafi legið fyrir áverkavottorð þá væri ljóst að drengurinn hafi orðið fyrir miklu andlegu áfalli. Því hafi maðurinn vissulega gerst sekur um brot í nánu sambandi.

Hæstiréttur staðfesti tveggja mánaða skilorðsbundna dóminn yfir manninum en þyngdi miskabæturnar sem honum ber að greiða til drengsins. Í héraði og í Landsrétti voru bætur ákvarðaðar 400 þúsund krónur en verða nú 600 þúsund.

Dómur Hæstaréttar í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“
Fréttir
Í gær

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“
Fréttir
Í gær

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað