fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Sólveig birtir kröfubréfið sem var sent til ASÍ í dag – „Svo alvarlegt mál að ekki er hægt að sætta sig við það“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. mars 2022 20:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, og Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, hafa leitað til lögmanns og falið honum að senda kröfubréf á Alþýðusamband Íslands (ASÍ) vegna ummæla Halldóru Sigríðar Sveinsdóttir, formanns Bárunnar og þriðja varaforseta ASÍ, sem féllu í samtali við mbl.is á mánudag.

Athygli vakin á greiðslum fyrir vefsíðu

Forsaga málsins er sú að á föstudaginn birti Fréttablaðið frétt þar sem fram kom að Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum hafi fengið rúmar 20 milljónir greiddar fyrir að hanna nýja vefsíðu Eflingar. Hann hafi verið ráðinn af Viðari Þorsteinssyni í verktakavinnu fyrri hluta árs 2019 og hafi unnið að vefsíðunni í þrjú ár áður en hún var tilbúin.

Þá hafi Andri ekki lokið verkinu sjálfur heldur fengið aðstoð utanaðkomandi fyrirtækis. Upphaflega hafi verið gert samkomulag um milljón króna greiðslu en að lokum hafi reiknar safnast upp í rúmar 23 milljónir og hafi starfsmenn Eflingar þurft að ganga á eftir Andra til að vá tímaskýrslur.

Hafa sent kröfubréf á ASÍ

Málið var, líkt og áður segir, borið undir Halldóru af blaðamanni mbl.is. Sagði hún að henni væri brugðið yfir fréttunum og ef að niðurstaðan yrði sú að um fjárdrátt væri að ræða þurfi félagið að kalla til félagsfundar.

Vék Halldóra einnig tali sínu að þeim átökum sem hafa átt sér stað innan skrifstofu Eflingar undanfarið og sagðist hún trúa starfsmönnum skrifstofunnar og styðja að fullu.

Sólveig Anna birti á Facebook-síðu sinn í dag kröfubréf sem lögmaður hennar og Viðars Þorsteinssonar hefur sent ASÍ í tilefni af ummælum Halldóru.

Þar er farið fram á að ASÍ lýsi því yfir að ummæli Halldóru hafi ekki verið í nafni ASÍ, að ASÍ lýsi því yfir að þeim sé ekki kunnugt um að nokkur rannsókn standi yfir á fjármálum Eflingar í tíð Sólveigar og Viðars og að ASÍ ætli sér ekki að blanda sér inn í fjármál félagsins.

Eins er þess óskað að Halldóra dragi ummæli sín til baka og lýsi því yfir að enginn grunur sé um refsiverða háttsemi innan Eflingar og biðji Sólveigu og Viðar afsökunar.

Ærumeiðandi aðdróttanir

Í bréfinu segir:

„Með því að tjá sig með framangreindum hætti hefur þriðji varaforseti ASÍ vakið upp þá hugmynd hjá almenningi að yfir standi rannsókn á mögulegum lögbrotum, jafnvel refsiverðu fjárdráttarbroti, á skrifstofum Eflingar í formanns- og framkvæmdastjóratíð umbj. minna. Þá er einnig gefið til kynna að málið sé svo alvarlegt að ASÍ fylgist með málinu og hafi til skoðunar að blanda sér inn í það. 

Þessar fullyrðingar um möugleg refsiverð brot og meitna yfirstandandi rannsókn á slíkum brotum eru ærumeiðandi aðdróttanir. Þá er sérstaklega alvarlegt að slíkar fullyrðingar séu settar fram þannig að nánast óhjákvæmilegt sé að skilja þær öðruvísi en að þær séu í nafni ASÍ.“ 

Eins kemur fram að hvorki Sólveigu né Viðari sé kunnugt um nokkra rannsókn á meintum brotum, eða að til staðar séu grunsemdir um lögbrot eða refsiverða háttsemi, heldur aðeins að fráfarandi formaður, Agnieszka Ewa Ziółkowska, hafi viðrað ásakanir í garð Sólveigar og Viðars á vettvangi ASÍ. Er þess krafist að ef ASÍ hafi upplýsingar sem bendi til lögbrota innan Eflingar þá verði þær veittar Sólveigu og Viðari án tafar.

Ekki hægt að sætta sig við ummælin

Rétt er að taka fram að Andri Sigurðsson hefur einnig svarað frétt Fréttalbaðsins og  bent á að hann hafi verið fenginn í fjölda annarra verkefna fyrir Eflingu á umræddu tímabili og það skýri heildarfjárhæðina sem hann fékk greidda. Furðaði hann sig á því að málið væri gert tortryggilegt enda væru 23 milljónir á þriggja ára tímabili nokkuð eðlilegar launagreiðslur og í samræmi við umfang þeirra verkefna sem hann tók að sér fyrir félagið.

Sólveig Anna segir í færslu sinni á Facebook þar sem hún deilir kröfubréfinu að Halldóra hafi notað embætti sitt sem einn varaforseti ASÍ til að ráðast gegn Sólveigu og Viðari með rógburði og ærumeiðingum.

„Það er auðvitað fyrst og fremst til marks um smámennsku hennar en er þó svo alvarlegt mál að ekki er hægt að sætta sig við það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé