fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Segir ríkissjóð hafa orðið af milljarða tekjum vegna áhugaleysis yfirvalda – „Tækifærið er farið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 9. mars 2022 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Þór Fanndal,  blaðamaður og einn þeirra sem standa að baki Space Iceland – Geimvísinda- og tækniskrifstofu Íslands, segir yfirvöld á Íslandi sýna yfirgengilegt áhugaleysi á málefnum sem varði geiminn. Þetta áhugaleysi hafi orðið til þess að Ísland missti af stóru tækifæri, sem hefði getað skilað ríkissjóð um tveimur milljörðum á ári í tekjur Hann vekur athygli á málinu í færslu á Facebook.

Þar segir hann að hann hafi rekið Space Iceland frá árinu 2018 og það hafi verið sannkölluð rússíbanareið.

„Markmiðið er ósköp einfalt. Við aðstoðum þá erlendu aðila sem eru með mission á Íslandi. Við aðstoðum íslenska aðila sem tengjast geimiðnaðinum eða nýta sér þekkingatilfærslu tengda geimnum, innviði og svo framvegis. Mikilvægast er svo allskonar verkefni og stuðningur við nemendur og vísindafólk. Allt hefur þetta verið rekið á horreiminni og við höfum skilað af okkur langt umfram það sem nokkur gat átt von á.“

Yfirgengilegt áhugaleysi

Atli segir að áhugaleysi yfirvalda hafi þó verið yfirgengilegt frá fyrsta degi og virðist ekkert af því sem Space Iceland kynnir fyrir þeim vekja hjá þeim áhuga.

„Áhugaleysi yfirvalda hefur verið yfirgengilegt frá fyrsta degi. Það skiptir engu máli hvort við komum með gervigreindarverkefni, eldflaugar eða geimfaraþjálfun ekkert vekur áhuga. Gervihnattahönnun sem að mestu er fjármögnuð með erlendu fé vekur engan áhuga og ekkert fær yfirvöld til að nenna allavega að setja sig inn í hlutina. Færanleg verksmiðja sem breytir til dæmis baggaplasti í þotueldsneyti… ekkert… betra að fela þetta í sænsku vöruhúsi. Ekki einu sinni gefins loftgæðamódel.“

Atli bendir á að það skjóti skökku við að Ísland sé lítið að spá í málefnum geimsins. Jafnvel hafi Space Iceland boðið ríkinu peninga og hafi aðeins einu sinni fallast eftir opinberu fjárframlagi.

„Ég meina hvað veit Ísland um geiminn…landið sem þjálfaði tunglfarana, skaut upp eldflaugum nokkrum árum eftir Spútnik og reiðir sig á veðurgögn.

Jú eða bara sjóðir að sækja um í. Peningar sem sagt. Jafnvel þegar við bjóðum peninga er áhuginn enginn. Það skal tekið fram að við höfum aldrei beðið ríkið um fé ef frá er talið styrkur sem við sóttum um til að bjóða íslenskum börnum upp á space camp.“

Tækifærið er farið

Nýlega hafi stórt fyrirtæki sýnt starfseminni áhuga og reiknaðist Atla til að með tilkomu þessa ónefnda fyrirtækis hafi ríkissjóður geta fengið um tvo milljarða á ári í leyfisgjöld.

„Frá 2019 hefur ekkert breyst nema einstaklingarnir á fundunum. Fyrir nokkrum mánuðum hafði stórt fyrirtæki áhuga á starfsemi á Íslandi. Við reiknuðum að þetta væru svona tveir milljarðar í leyfisgjöld á ári. Tekjur fyrir ríkið sem sagt. Tölvupóstum og símtölum um þetta mál hefur ekki verið svarað. Ég sé það ekki sem hlutverk mitt að troða skatttekjum ofan í kokið í yfirvöldum sem vilja þær ekki. Tækifærið er farið.“

Meira umhugað um pizzakaup en geiminn

Flest sem Space Iceland geri þurfi ekki aðkomu stjórnvalda en þó séu mál sem þarfnist reglugerða og meðvitundar yfirvalda.

„Varð hugsað til þessa og svo annarra verkefna sem yfirvöld hafa eyðilagt vegna þess að þau nenntu ekki að setja sig inn í þegar ég las grein um nýsköpunarlandið Ísland. Í þeirri grein var meira að finna um Jeff Bezos reglur er varðar pizzakaup en til dæmis hvernig hann notar geimgögn til að margfalda skilvirkni.

Allavega, fannst þetta skemmtileg grein og hló svolítið að forgangsröðinni.“

Atli segir fólki þó að hafa ekki áhyggjur af starfseminni hjá Space Iceland, þau haldi sínu striki.

„Hafið samt engar áhyggjur Space Iceland heldur áfram að vera til. Ég er til dæmis erlendis núna að skoða það að setja upp kennitölu í landi sem er með aðild að Geimvísindastofnun Evrópu svo við getum flutt út hæfileika frá Íslandi. Það er þó betra en að íslenskt hugvit nái aldrei flugi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“
Fréttir
Í gær

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“
Fréttir
Í gær

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað