fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Rússneskir hermenn vilja fara heim – „Svo mörg lík“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. mars 2022 07:44

Lík rússneskra hermanna sem féllu í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir hermenn segjast vera notaðir sem fallbyssufóður í innrásinni í Úkraínu. Þeim er illa brugðið vegna þess  hversu mikið mannfall rússneska hersins er. Þetta kemur fram í símtölum sem úkraínski herinn hefur hlerað.

Það var úkraínski stjórnmálamaðurinn Anton Heraschenko sem skýrði frá þessu og birti símtölin að sögn The Sun. Í þeim heyrist að hermönnunum er illa brugðið við að sjá „svona mörg lík“ og margir grátbiðja um að fá að fara heim.

Sumir heyrast segja ættingjum sínum að stríðið geti staðið yfir mánuðum saman þrátt fyrir yfirlýsingar Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, um að því ljúki á tveimur vikum (sem eru næstum liðnar).

Einn hermaður heyrist segja að herdeild hans sé matarlaus og hafi þurft að stela mat úr stórmörkuðum.

„Við erum ekki með neinar flugvélar, engan stuðning, við erum eins og fallbyssufóður,“ segir einn rússneskur hermaður í einni upptökunni og bætir við að félaga hans hlakki til að stríðinu ljúki því það „að berjast að ástæðulausu hafi gert menn klikkaða“.

Á annarri upptöku segir fótgönguliði að herdeild hans standi frammi fyrir „slátrun“ og að félagar hans „skjálfi“, „séu hræddir“ og neiti að berjast.

Enn einn hermaðurinn hringdi í eiginkonu sína og sagðist ekki skilja af hverju hefði verið ráðist á Úkraínu. „Við verðum örugglega hér fram í maí, það er öruggt,“ sagði hann og bætti við að stríðið geti staðið yfir árum saman.

Einn sagði að þeir fengju há laun á rússneskan mælikvarða fyrir að berjast í Úkraínu en að öllum standi á sama um það núna og sagði að félagar hans vilji hætta í hernum. „Við erum að verða uppiskroppa með dísilolíu og höfum lítið af skotfærum. Ég veit ekki hvað í fjandanum við getum gert,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“
Fréttir
Í gær

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað