fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Maður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna árásarinnar um helgina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. mars 2022 15:59

Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á hrottalegri líkamsárás sem varð fyrir utan skemmtistaðinn 203 um síðustu helgi. Réðust þá þrír menn á einn ungan mann og stungu hann meðal annars með skrúfjárni í bakið. Maðurinn þurfti að leggjast inn á sjúkrahús eftir árásina en hefur nú verið útskrifaður.

Myndband af árásinni var í umferð á samfélagsmiðlum um og upp úr síðustu helgi. Tilkynning lögreglu um málið er eftirfarandi:

„Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 6. apríl,  á grundvelli rannsóknar- og almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á alvarlegri líkamsárás í miðborginni aðfaranótt sl. laugardags.

Rannsókn málsins miðar vel.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur sakfelldur fyrir lyfjaþjófnað á Landspítalanum

Hjúkrunarfræðingur sakfelldur fyrir lyfjaþjófnað á Landspítalanum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“
Fréttir
Í gær

Lög ekki brotin þegar Ástráður var skipaður

Lög ekki brotin þegar Ástráður var skipaður
Fréttir
Í gær

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“